KVENNABLAÐIÐ

Breyttir tímar – PLAYBOY hættir að birta myndir af nöktum konum

Playboy mun láta af birtingu nektarmynda og lýkur þar með 62 ára gamalli dónahefð glanstímaritsins sem braut blað í sögu erótískra birtinga í árdaga útgáfunnar.

Þessu greinir New York Times frá í nýlegri umfjöllun þar sem fjallað var um umbótastefnu og endurhönnun Playboy, en tímaritið mun þó enn birta örgrandi ljósmyndir af gullfallegum konum, eini munurinn er sá að stúlkurnar verða í fötum héðan í frá – ef marka má orð Scott Flanders, sem stýrir útgáfu Playboy.

Tímaritið hefur glímt við rekstrarörðugleika sökum samdráttar í almennri sölu á tímaritum undanfarin ár en þrátt fyrir að öfluga markaðsherferð á netinu, hefur vefútgáfa Playboy ekki átt vinsældum að fagna og vilja forsvarsmenn meina að klámkúltúr nútímans hafi einfaldlega gert út af við erótík Playboy og skyldra rita.

Hugh Hefner með fyrsta tölublað Playboy en Marilyn Monroe prýddi forsíðuna

Tímaritið mun þó halda áfram útgáfu en leggja því meiri áherslu á menningarumfjallanir sem hæfa lesendum allt frá 13 ára aldri en núverandi stjórn segir hættu á að haldi Playboy áfram útgáfu nektarmynda muni gert út um útgáfuna að lokum. Þess má að lokum geta að engar nektarmyndir hafa birst á vefsíðu Playboy í rúmt ár, en sú ákvörðun hefur skilað fyrrum dónaritinu gífurlegri tekjuaukingu í kassann og þannig híft lesturinn upp um 16 milljónir lesenda á 12 mánaða tímabili, sem verður að teljast stórkostleg aukning.

Vefrit Playboy má nálgast HÉR

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!