KVENNABLAÐIÐ

Coen bræður fara á kostum: Fyrsta stiklan úr gamanmyndinni Hail, Caesar!

Coen bræður eru loks á barmi útgáfu nýrrar kvikmyndar og hér má sjá fyrstu stikluna, sem er ekkert minna en ógeðslega fyndin. Kvikmyndin, sem verður frumsýnd þann 26 febrúar 2016, gerist í henni gömlu Hollywood, eða meðan á gullöld kvikmyndageirans stóð og státar af úrvali stórleikara … í örlítið frábrugnum hlutverkum en aðdáendur eiga að venjast.

Josh Brolin, George Clooney, Ralph Fiennes, Tilda Swinton, Channing Tatum, Scarlett Johansson, Jonah Hill og Frances McDormand, Hail eru meðal þeirra sem leggja verki Coen bræðra;  Hail! Caesar! lið en söguþráðurinn fjallar um dag í lífi starfsmanns kvikmyndavers sem er bókstaflega að kafna úr verkefnum og hefur í nægu að snúast.

Hér má sjá sjálfan leikaralistann:

1466546720689618068

Á vef IMDb má lesa meira um útgáfu myndarinnar og hér fer sprenghlægileg stiklan:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!