KVENNABLAÐIÐ

Ofbeldi og kúgun: Hvað get ég gert?

Ef þig grunar að vinur eða vinkona sé að verða fyrir ofbeldi eða kúgun eða beitir því er gott að velja vandlega stað og stund til þess að ræða málin. Vertu viðbúin/n að viðkomandi neiti öllu eða bregðist illa við.

ofbeldi

Gætið þess líka að hugsa um ykkur sjálf, það er erfitt að aðstoða fólk í þessum sporum og gott að geta sjálfur talað við einhvern eins og vini, eða einhvern fullorðinn.

Stundum er sagt að samfélagið líði ekki ofbeldi. En til þess að það geti verið satt þurfum við öll að taka ábyrgð, bæði með því að sýna það í hegðun og með því að gera sömu kröfu til þeirra sem eru í kringum okkur.

 • Það krefst hugrekkis að ganga á vin sinn og spyrja hvort að hann eða hún sé í skaðlegu sambandi.
 • Áður en farið er að ræða málin er gott að velja vel stund og stað og vera búin/n að velta fyrir sér hver viðbrögðin gætu orðið. Viðkomandi gæti orðið reið/ur, sár, neitað öllu eða farið að gráta.
 • Mikilvægt er að tala af virðingu við fólk.
 • Spyrja spurninga sem krefjast nákvæmra svara og vera tilbúin/n að hlusta án þess að að dæma eða sýna hneykslun. Það er auðvelt að segja vini sínum eða vinkonu að „dömpa“ viðkomandi eða segja fólki fyrir verkum „þú átt bara að…“, en veltu fyrir þér hvernig þessi vinur á eftir að geta átt samskipti við þig í framtíðinni ef að hann eða hún ákveður að halda áfram að vera í sambandinu.

Að tala við vin eða ættingja sem beitir ofbeldi eða kúgun:

 • Ekki líta framhjá ofbeldi eða kúgun. Ef þú þegir hjálpar það viðkomandi að neita því að eitthvað sé athugavert við framkomu hans eða hennar.
 • Látið vin ykkar vita að hegðun hans eða hennar sé ekki í lagi.
 • Útskýrið fyrir vini ykkar hvað það er í hegðun hans/hennar sem er ofbeldisfullt.
 • Hjálpið vini ykkar að skilja hvað áhrif þetta hefur á þann sem fyrir verður (ótti, treystir ekki, gæti slitið sambandinu).
 • Sá sem beitir ofbeldi eða kúgun telur sér oft trú um að þetta sé þolanda að kenna. Ekki taka undir þá skoðun, þetta er notað til að réttlæta hegðunina.
 • Hjálpið vini ykkar að leita sér aðstoðar.
 • Bendið á að breytt hegðun mun gera sambandið betra fyrir báða aðila.

Af hverju beitir fólk ofbeldi og/eða kúgun?

 • Til þess að stjórna hinum aðilanum, hvað hann gerir og hvernig honum líður.
 • Viðkomandi heldur að um sé að ræða eðlilega hegðun.
 • Viðkomandi finnst hann hafa eignarhald yfir hinum.
 • Viðkomandi finnst hann alltaf þurfa að hafa völdin í sínum höndum.
 • Viðkomandi óttast að missa virðingu haldi hann eða hún ekki völdunum.
 • Viðkomandi kann ekki aðrar leiðir til að takast á við reiði og vonbrigði.
 • Viðkomandi hefur komist upp með að fá sitt fram með því að beita ofbeldi eða kúgun.

Sjá einnig: Ofbeldi og kúgun í samböndum og samskiptum

Grein þessi birtist upprunalega á vef Landlæknis og er endurbirt hér með góðfúslegu leyfi: 

landlæknir

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!