KVENNABLAÐIÐ

H A U S T G L Ö G G: Púrtvínsglögg með sætri kryddblöndu og ákavínslegnum rúsínum

Norðangarrinn getur verið örlítið rómantískur, sérstaklega ef ferðinni er heitið í bústað um helgar. Þá eru ljúfar og sætkryddaðar glögguppskriftir sem innihalda kanel og negul, púrt- og rauðvín og rúsínur bleyttar í ákavíti alls ekki bundnar við jólin ein. 

Í raun er alger misskilningur að glöggið eigi bara erindi upp á borð þegar aðventan gengur í garð. Glöggið er þvert á móti alveg yndisleg viðbót á svölum haustmánuðum, þegar vetur konungur er farinn að gægjast inn um gættina og sumarbústaðurinn (nú, eða kertalýst stofan) kallar á yl í kroppinn á ljúfum laugardagskvöldum. Hér fer því indæl uppskrift að krydduðu haustglöggi sem er forvitnilega sæt og skemmtilega einföld.

screenshot-www.buzzfeed.com 2015-10-10 13-31-48

I N N I H A L D S E F N I:

1 bolli vatn

1 bolli púrtvín

1 flaska af ódýru rauðvíni

Sítrónubörkur

*Þurrkaðar kryddjurtir

Rúsínur

Afhýddar möndlur

Ákavíti (notað sem lögur til að bleyta rúsínurnar upp)

*Mulinn kanell, múskat, allrahanda og negull – eða tilbúin glöggblanda

cinnamon-master

AÐFERÐ: 

Byrjið á því að láta rúsínurnar liggja í ákavíns-bleyti í ca. 30 mínútur. Sjóðið nú vatnið með kryddblöndunni og í ca. mínútu (látið suðuna koma upp, látið sjóða í ca 60 sekúndur) og takið svo af hellunni. Látið standa í u.þ.b. 10 mínútur. Haldið blöndunni ylvolgri og bætið nú rauðvíni, rúsínum og möndlum í blönduna.

Ágætt er að setja smá sykur út í blönduna til bragðauka. Takið nú af hellunni (ef blandan hefur verið hituð upp að vægu marki aftur) og bætið púrtvíni í drykkinn. Hellið drykknum yfir á fallega karöflu eða setjið strax í skemmtilega drykkjarkönnur (stóra kakóbolla) og berið fram strax.

NJÓTIÐ!

SlicedOrange

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!