KVENNABLAÐIÐ

KLIKKUN! – ÞRIGGJA ára UNDRABARN og YNGSTI DJ heims TRYLLIR DÓMARANA í SA’s Got Talent!

Þriggja ára gamalt undrabarn sem gengur undir listamannanafninu Arch Jnr (barnið heitir Oratilwe Hlongwane) kom sá og sigraði í raunveruleikaseríunni South Africa Got Talent nú fyrir fáeinum dögum, en drengurinn er allra yngsti skífuþeytir heims.

screenshot-twitter.com 2015-10-09 08-18-06
Dj_Arch_Jnr@Twitter

Oratilwe (eða DJ Arch Jnr) hóf sleitulausa sigurgöngu sína á YouTube í janúar á þessu ári, þegar faðir hans – sem einnig er skífuþeytir – byrjaði að deila myndböndum af þeim feðgum við störf. Boltinn hóf strax að rúlla og DJ Arch Jnr er á góðri leið með að verða heimsfrægur en barnið státar af u.þ.b. 50.000 fylgjendum á Facebook og nýtur meðal annars styrkja frá Guess Kids, Beats By Dre og Mini Cooper svo eitthvað sé nefnt.

screenshot-twitter.com 2015-10-09 08-20-59
Dj_Arch_Jnr@Twitter

En það er ekki allt; litli drengurinn tryllti salinn og sló dómarana gjörsamlega út af laginu með ótrúlegri frammistöðu sinni í þættinum SA’s Got Talent þann 4 október sl. og varð þar með yngsti þáttakandinns em nokkru sinni hefur stigið í svið í raunveruleikaseríunni. Staðan er æsispennandi, en undrabarnið stígur aftur á svið nk. sunnudagskvöld og kemur þá í ljós hvort hinn þriggja ára gamli virtúósó heldur keppni áfram eða tekur saman föggur sínar.

Glen Hlongwane, faðir DJ Arch, fylgdi honum á svið og sagði að enginn vafi hefði leikið á því hvert stefndi frá frumbernsku:

Hann byrjaði að þeyta skífum þegar hann var eins árs gamall – það var þá sem við áttuðum okkur á tónlistarástríðu barnsins.

Hér stígur DJ Arch Jnr á svið ásamt föður sínum og slær dómarana  gjörsamlega út af laginu – MÖGNUÐ frammistaða hjá svo litlu barni, en þess ber að geta að drengurinn flaug umsvifalaust beint í undanúrslit!  

DJ Arch Jnr er á Facebook / Twitter / Instagram

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!