KVENNABLAÐIÐ

Þess vegna VAKNA strákar með STANDPÍNU

Skemmtilega vandræðaleg sem morgunstandpínan nú er; eðlilegt er að fólk velti vöngum yfir því hvers vegna karlmenn vakna stundum upp með beinstífan lim – að ekki sé minnst á hversu erfitt það reynist þeim að hlaupa í hlandspreng á klósettið og reyna að hemja útstreymið.

Svona í alvöru talað – það er ekkert eðlilegra en standpína að morgni dags og spegúlasjónin HVERS VEGNA er hreint út sagt allt annað en dónaleg. En hvers vegna stendur körlum í svefni?

Morgunstandpínan (eða Morning Glory eins og hún útleggst á enskri tungu) fellur undir ósjálfráð taugaviðbrögð í svefni eða meðan í svefnrofum. Allir karlar nema þeir sem glíma við viðvarandi risvanda, upplifa morgunstandpínu en ekki er óvarlegt að áætla að ósjálfrátt ris eigi sér stað allt frá þrisvar til fimm sinnum á hverri nóttu.

Reyndar er ósjálfrátt þá heldur ekki bundið við kynþroska, þvert á móti fer að kræla á ósjálfráðu risi strax í móðurkviði og viðbrögðin vara lífið á enda, án þess að nokkuð verði við gert. Ef eitthvað, ættu karlar þá að geta huggað sig við þá staðreynd að konur upplifa líka snípris (í alvöru) og aukið blóðflæði til kynfæra í svefni og sama gegnir um fjölmörg önnur spendýr.

Þó fjölmargar kenningar hafi verið á reki gegnum árin sem öllum hefur verið ætað að útskýra ósjálfrátt ris, eða morgunstandpínu og orsakir hennar, er raunveruleg rót morgunstandpínunnar (rétt eins og ósjálfrátt snípris) enn á huldu. Í raun eru vísindamenn engu nær en að líka ósjálfráðu risi við hraðar augnhreyfingar í svefni.

Ein kenningin er sú að ósjálfrátt ris í svefni og þar af leiðandi krónísk morgunstandpína orki sem leið líkamans til að viðhalda heilbrigði getnaðarlimsins (og snípsins, ef því er að skipta) – að um eins konar svefnæfingar sé að ræða. Standpínan sjálf veldur nefnilega því að vefirnir í limnum þrútna sem svo aftur oxar sjálfar vefinn. Súrefnisoxunin sem á sér stað í vefnum styður við heilbrigði getnaðarlimsins og hamlar myndun örvefjamyndunnar, sem svo aftur getur leitt risvandamál af sér seinna meir.

Önnur athyglisverð tilgáta hljóðar upp á að svefnris hindri karla í að væta rúmið að nóttu. Til eru tvær gerðir standpínu, önnur er sjálfráð og hefst á örvandi hugsunum og skynjun sem er erótísk í eðli sínu og veldur meðvitaðri standpínu. Síðari gerðin af standpínu er ósjálfráð, en þá rís getnaðarlimurinn án þess að erótísk örvun hafi ollið viðbragðinu og er einnig talið að full þvagblaðra geti valdið slíku risi. Sem svo aftur gæti útskýrt hvers vegna svo margir karlar sem fá morgunstandpínu eða vakna með beinstífan lim eiga svo erfitt með að kasta af sér þvagi.

Báðar kenningar hljóma sennilega en þó þykir síðari tilgátan ekki standast nánari athugun, þar sem líkaminn býr yfir fjölmörgum öðrum úræðum til að hindra að þvaglát eigi sér stað í svefni. Þess utan er þá óútskýrt hvers vegna konur upplifa einnig snípris í svefni, en sem alvita er, – tengist snípur kvenna ekki þvagrásinni.

Að öllum líkindum er morgunstandpínan því einfaldlega náttúruleg leið líkamans til að viðhalda heilbrigði og styrk vinarins; ef satt reynist er því um skemmtilega vandræðalega sjálfsumhyggju að ræða, sem bundin er í gen og hefur ekkert með yfirvitundina að gera.

Dásamleg völundarsmíði er mannslíkaminn, ekki satt?  

/IFLS