KVENNABLAÐIÐ

Ert þú hin konan? – Það er líklega EKKERT að fara að breytast

Við réttlætum það að vera í sambandi við menn sem eru giftir eða ‘fráteknir’ með ýmsum leiðum og erum geðveikt góðar í því. Það er hinsvegar mikilvægt að skoða málið frá öllum hliðum af fullri alvöru og spyrja sig hvort þetta muni nokkurn tímann enda vel. Er einhver framtíð í þessu?

Ertu að spyrja þig réttu spurninganna?

Það er staðreynd að það er alveg til í dæminu að menn yfirgefi konurnar sínar fyrir aðra konu. Það gerist meira að segja oft. Þú átt sumsé alveg séns – ef það er það sem þú ert að hugsa. En þetta veistu auðvitað.

En skoðum aðeins ástæður þess að þér finnst að hann ætti að fara frá konunni sinni – Og afhverju hann ákveður að fara ekki fet.

1. Hún er orðin 20 kílóum of þung

Þú veist að þú ert kannski heitari og sætari en konan! Af hverju vill hann hana þá frekar?
Ástæðan er sú að þegar fólk verður raunverulega ástfangið þá sjá þeir maka sinn á allt annan hátt. Karlmenn eiga auðvelt með að aðskilja kynlíf og ást. Þeir hrífast auðveldlega af fallegum konum með fallega líkama og jafnvel svo – að þeir falla í freistingu án þess að það hafi nokkuð með ást að gera. Þeir verða bara graðir og þú ert til í tuskið.

Konan þeirra tengist þeim á annan hátt. Kannski eiga þau ár eða áratugasamband að baki. Sambandið er marglaga og í gegnum sætt og súrt hefur samband þeirra þroskast. Hann elskar eða í það minnsta kann að meta hjartalag hennar og persónuleika. Fallegt bros og hasarkroppur mun ekki vinna þann leik. Sorrý – þá þarf meira að koma til.

2. Hún skilur hann ekki!

Ok, þið getið verið saman, hlegið og kjaftað, drukkið vín og glápt á fótboltann eða stundað eitthvert áhugamál. Þetta eru gæðastundir sem hann á ekki með konunni sinni. Honum finnst það skemmtilegt en veistu honum finnst alveg jafn gaman að gera slíkt hið sama með vinunum. Og auðvitað er meira gaman að gera það með þig gullfallega við hans hlið en þetta er EKKI make or brake. Þau eru pottþétt löngu búin að gera samkomulag um að hann sinnir sínum áhugamálum á meðan hún sinnir sínum – vegna þess að hún skilur hann og það sem meira er hann skilur hana. Ef þú værir ekki til staðar væri hann bara að djamma með strákunum.

3. Hún nöldrar svo í honum!

Konur margar hverjar breytast í mæður sínar í löngum samböndum og fara að koma fram við mennina sína eins og þeir væru þeirra eigin börn. Veistu – að flestir menn sem eiga mæður eða systur eru vel þjálfaðir af þessum kvenpersónum og kippa sér ekkert upp við að finna nærföt á baðgólfinu eða að heyra kvartað yfir því að þeir hafi ekki sett sokkana í óhreinatauskörfuna.

Allir karlmenn vita að sá tími mun koma að þú byrjar líka að láta hluti fara í taugarnar á þér – það verða kannski ekki sokkarnir Bíddu bara! Þú værir farin að reyna að ala manninn upp áður en þú veist af. Þá verður þú nöldrandi konan sem þú hélst þú yrðir aldrei.

4. Hún notar börnin til að halda honum í sambandinu

Ok, svo þér finnst að hún eigi EKKI að leggja áherslu á að halda sambandinu saman barnanna vegna. Auðvitað vill hún halda sambandinu saman ef þess er kostur barnanna vegna.

Fólk eignast ekkert saman barn, hvað þá börn –af því bara. Foreldratengingin er jafnvel hjónabandinu yfirsterkara.

það er alþekkt að fólk jafnvel í ástlausu sambandi ákveður að vera saman meðan börn eru að vaxa úr grasi. það er kannski ekkert það besta fyrir alla en þannig hugsa margar konur og karlmenn. Karlmenn hanga ekkert með konum út af börnunum – hann ákveður þessvegna að halda sambandinu saman barnanna vegna. Hann nýtur þess að vera pabbi og vera til staðar.

Ok, hver er hinn elskandi, ábyrgðarfulli maður? Er það týpan sem þú ert að deita? Það er kannski maðurinn sem hefur gaman af því að lenda í smá ævintýri með þér en áður en þú veist þá rankar hann við sér og fer þangað sem hann á heima og þar sem hjarta hans býr.

Sumir karlmenn halda framhjá á því er enginn vafi. En rannsóknir sýna að flestir þeirra skilja ekki af þeim sökum. Viltu vera að halda í þennan gaur? Langar þig að deita gaurinn sem heldur framhjá og fer svo heim þegar hann verður orðinn leiður á þér? Hugsaðu málið, þú átt betra skilið!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!