KVENNABLAÐIÐ

007: Hvað finnst þér um nýjasta Bond lagið í flutningi Sam Smith?

Á mánudag voru 53 ár liðin frá frumsýningu fyrstu kvikmyndarinnar um njósnara drottningar, sjálfan James Bond, eða 007, eins og margir vilja nefna glæfralega fjárhættuspilarann sem sprengir upp bíla, flettir ofan af voðaverkum ógæfumanna og drekkur þurran Martini kokteil þess á milli.

Af því tilefni hleyptu framleiðendur SPECTRE, sem frumsýnd verður eftir rétt rúmar tvær vikur – myndbandinu við lag Sam Smith, sem flytur titillag myndarinnar – í loftið við hátíðlega athöfn. Hægt er að fylgjast með framvindunni og skoða stiklur úr nýju myndinni sem skartar Daniel Craig í hlutverki Bond og fræðast um eldri útgáfur á opinberu vefsvæði Bond, en hér fer nýja tittillagið sem ber heitið Writing’s On The Wall.

Og þá er bara einni spurningu ósvarað; hvað finnst þér um nýjasta titillag Bond?

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!