KVENNABLAÐIÐ

S M O O T H I E: Ylvolgt og kanelkryddað eplaþykkni með þeyttum rjóma

Þessi uppskrift að ilmandi eplamauki með þeyttum rjóma og kanelkryddi, er ekki hitaeiningasnauð (124 kaloríur í einum bolla) og hún inniheldur líka kolvetni (32 gr) en hún er fitu- og glútenlaus og maðurinn lifir ekki á brauði einu saman.

DSC_0272 copy

Líkaminn þarfnast meiri orku þegar kólnar í veðri, stundum er einfaldlega bara ljúffengt og notarlegt að gæða sér á ylvolgu epla- og kanelmauki með rjómakenndu ívafi meðan vindarnir lemja rúðurnar og regnið hamast fyrir utan. Þess utan minnir eplakonfektið hér að neðan örlítið á aðventuna; sem brátt gengur í garð og yljar sálartetrinu!

appelsandcinnamon

I N N I H A L D S E F N I:

1 stórt epli, kjarnhreinsað, afhýtt og skorið í smáa bita

½ bolli fituskert jógúrt (má líka skipta út fyrir vatn)

½ tsk hreint vanilluþykkni  

1 msk hráhunang (eða hlynsýróp)

¼ tsk malaður kanelll

⅙ tsk múskat

⅙ tsk allrahanda krydd

(Góð viðbót væri ein skeið af próteindufti)

Setjið niðurskorið epli, jógúrt (eða vatn), vanilluþykkni, hráhunang og krydd í blandara, hrærið vel þar til blandan er orðin þykk og áferðarfalleg. Hellið í væna drykkjarkönnu og hitið í örbylgjuofni í u.þ.b. 60 sekúndur.

Frábært er að strá möluðum kanel yfir eplamaukið og jafnvel örlitlu magni af þeyttum rjóma.

NJÓTIÐ!

cinnamon-master

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!