KVENNABLAÐIÐ

HJÁLP! David Beckham og Kevin Hart eru ÓGEÐSLEGA FYNDNIR í nýrri auglýsingu frá H&M!

David Beckham er ekki bara góður í boltanum, hann er hrikalega fyndinn líka og hefur ískrandi húmor fyrir sjálfum sér. Í nýrri auglýsingu frá H & M fara þeir David og bandaríski grínleikarinn Kevin Hart á kostum, þar sem David kynnir meðal annars nýjustu herralínuna frá tískumerkinu og reynir að átta sig á því hvernig Kevin, sem er svartur, færi að því að leika fótboltahetjuna í sannsögulegri mynd sem byggð væri á ævi David.

Þó auglýsingunni sé ætlað að kynna eftirlæti David Beckham úr nýrri haustlínu H & M er í raun um stuttmynd að ræða, þar sem sem David flýr viðstöðulaust undan áleitnum eftirhermutilburðum Kevn í heila viku – allt svo vega megi og meta hvort Kevin eigi erindi í hlutverkið. Kevin stelur meðal annars tannbursta David, gónir á þann fyrrnefnda hvílast grunlaus í eigin rúmi um miðja nótt og reynir að bíta á jaxlinn í ísköldu klakabaði, sem fótboltakappinn segist alltaf taka eftir æfingar.

Þetta FÁRÁNLEGA fyndin auglýsing! 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!