KVENNABLAÐIÐ

HANDS OF LOVE: SJÚKLEGA falleg LGBT ballaða frá Miley Cyrus!

Miley Cyrus, sem þekktari er fyrir sóðaskap og klámfengið tal á síðari árum en ljúfa tónlist, heldur áfram að slá vopn úr höndum gagnrýnenda en stúlkan virðist hafa þúsund ásjónur. Víst getur Miley sungið, un það er engum blöðum að fletta og það sem meira er; hún er ótrúlega þróttmikil söngkona.

Nýjasta útspil Miley er þróttmikil og sár ballaða sem ber nafnið Hands of Love og er titillag kvikmyndarinnar Freeheld, sem frumsýnd verður vestanhafs nú um helgina. Stórleikkonurnar Ellen Page og Julianne Moore fara með aðalhlutverkin í myndinni sem byggð er á sögu Laurel Hester, sem var samkynhneigð barðist fyrir því að lífeyrir hennar fengi að ganga til eftirlifandi maka hennar þegar hún greindist með ólæknandi krabbamein.

Ótrúlega þroskaður flutningur hjá annars óhaminni og trylltri Miley Cyrus sem virðist óþreytandi að koma á óvart, en Miley er einmitt þekkt fyrir að berjast fyrir auknum rétti samkynhneigðra og transfólks og er þar skemmst að nefna Happy Hippie Foundation sem styður meðal annars við ungt, samkynhneigt fólk sem á í húsnæðisvanda:

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!