KVENNABLAÐIÐ

Unaðsleg súkkulaði-BROWNIE með CAPPUCCINO kremi

Þessi kaka er ofboðslega góð og fyrir þá sem elska kaffibragð í kökum þá er þessi uppskrift eitthvað fyrir þá! Ekta með kaffinu á kvöldin… og það besta er að hún er skotheld og einföld!

Svona ferðu að:

110 g smjör
120 g dökkt súkkulaði
1 matskeið espresso kaffi
250 g sykur
3 eggjahvítur
100 g hveiti
50 g mjólkursúkkulaði
75 g pekanhnetur

Cappuccino-krem: 

100 g hvítt súkkulaði
50 g smjör
1 matskeið espresso kaffi
200 g flórsykur

Skraut:
12 pekanhnetur

Kakan: Bræðið smjör, dökka súkkulaðið og kaffið saman í skál í vatnsbaði yfir litlum potti og hrærið reglulega í og takið af hitanum þegar allt hefur blandast vel saman. Þeytið saman sykurinn og eggjahvíturnar þar til að líkist léttri froðu og bætið síðan súkkulaðiblöndunni sem nú hefur kólnað lítillega samanvið. Hrærið með sleif hveiti, hökkuðu mjólkursúkkulaði og hnetunum saman við deigið. Setjið í ferkantað smurt form og bakið í 180° í 35 mínútur. Látið kökuna kólna í forminu.

Cappuccino-krem: bræðið hvíta sukkulaðið, smjör og kaffi saman í skál í vatnsbaði yfir litlum potti og hrærið reglulega í og takið af hitanum þegar allt hefur blandast vel saman. Sigtið flórsykurinn samanvið og hrærið saman.
Smyrjið á kólnaða kökuna. Látið kremið standa stundarkorn og skreið síðan í ferninga og skreytið hvern og einn með einni pekanhnetu.

Uppskrift eftir Camillu Biesbjerg Mikkelsen. Ljósmynd Betina Hastoft úr Familie Journal

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!