KVENNABLAÐIÐ

Bleikur október-tökum hann með trompi!

Hinn formlegi bleiki mánuður er nú genginn í garð þar sem bleikur klæðnaður og skreytingar taka öll völd. Bleiki liturinn er, eins og flestir vita, sameiningartákn til að vekja athygli á krabbameini hjá konum.

Bleika slaufan er komin í sölu og hvet ég alla til að festa kaup á einni slíkri til að styrkja þennan góða málstað.

Bleika slaufan er einstaklega falleg í ár og hannaði Erling Jóhannesson hönnuður og silfursmiður hana.

Bleika slaufan 2015
Bleika slaufan 2015

Það er því um að gera að bera slaufuna allan mánuðinn til að styðja baráttuna gegn krabbameinum.

Hinn eiginlegi bleiki dagur er síðan 16.október og þá er um að gera að taka þetta alla leið og klæðast bleiku, helst frá toppi til táar. Því er ekki seinna vænna en að fara að gramsa í fataskápnum, já eða festa kaup á einhverju nýju.

Sumir eru nefnilega ekki þessar „bleiku týpur“. En, bleikur er ekki bara bleikur. Hann er svo ótrúlega margtóna að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi!

Það er hægt að vera bleik OG sniðug, hver elskar ekki Mean Girls!?

Mean girls

og litlu krúttin geta meira að segja verið í stíl. Hversu dásamlegt!

baby
Þetta og margt fleira í svipuðum dúr fæst á Etsy

Þessi jakki yrði síðan fullkominn á köldum dögum

jakki

Bleik í ræktinni? Ekki málið!

nike

 

nike2
Nike reddar málunum

Á djamminu? Ennþá betra!

kjóll
Sjúklega sætur metallic bleikur kjóll frá Asos
samfestingur
Asos samfestingur sem queen Beyoncé gæti verið stolt af

Frá toppi til táar ekki satt?

converse
Converse eru alltaf klassískir

Ég tala nú ekki um allan farðann og naglalakkið sem er hægt að nota til að poppa upp lúkkið!

lipstick1

 

naglalökk

Úrvalið er nánast endalaust þannig að allir ættu að geta fundið rétta bleika tóninn sinn og eru strákarnir engin undantekning.

skyrta
Fölbleik skyrta frá Asos

Það er bara eitthvað við karlmann í bleiku. Svo flott!

manjakki
sjúkur blazer!

Ég er nokkuð viss um að ég heyri hann hvísla í gegnum tölvuskjáinn: „Hey girl, krabbamein sökkar! Rústum því!“

Ég er ein af þessum sem þykist vera með ofnæmi fyrir bleiku en ætla svo sannarlega að leggja mig alla fram við að sýna málefninu stuðning með því að finna minn bleika lit og kaupa bleiku slaufuna. Tökum þennan bleika október með trompi!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!