KVENNABLAÐIÐ

Brakandi ferskt trönuberja- og avókadósalat með möndlum og dísætri hvítvínsdressingu!

 

Stundum langar manni einfaldlega bara í ferskt og brakandi, íðilgrænt salat. Líkaminn hrópar hreinlega stundum á steinefni og trefjar, brakandi grænt salat og meðlæti. Að ekki sé talað um heimagerða salatsósu sem borin er fram með salatinu. Þessa uppskrift má hæglega prófa til – en hér er í það minnsta grunnurinn – aðeins öðruvísi salat með þurrkuðum trönuberjum, sætum og fínsöxuðum möndlum … og því sem hugurinn girnist!

Salatsósa – Uppskrift

⅓ bolli sykur

1 ½ msk valmúafræ

1 ½ msk sesamfræ

½ tsk paprikuduft

2 tsk sinnepfræ

1 msk svissaður, sætur laukur

½ tsk sjávarsalt

½ bolli hvítt balsamik edit (hvítvínsedik)

⅓ bolli ólívuolía

Blandið öllum hráefnum í ágæta salatflösku, lokið með þéttum tappa og hristið vel til að leysa upp sykurinn. ATH: Sykurmagnið má minnka ef halda á í við kaloríurnar.

Salat – hráefni:

350 gr grænt salat; klettasalat, spínatlauf

Eitt knippi af ferskum kóríander; stilkhreinsuð og vel hreinsuð lauf – fínsöxuð

2 meðalstór avókadó aldin; steinhreinsuð og smátt söxuð

Tæpur bolli þurrkuð trönuber

Tæpur bolli sykraðar og kryddaðar möndlur, smátt saxaðar

Byrjið á því að setja allt græna kálið og fínsaxaðan kóríanderinn í stóra salatskál. Bætið því næst við avókadó og þurrkuðum trönuberjum og dreypið u.þ.b. ¼ af salatsósunni. Blandið varlega saman. Dreifið söxuðum möndlum yfir salatblönduna og stráið salti og grófmöluðum, svörtum pipar yfir. Berið fram með salatsósunni.

Njótið heil!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!