KVENNABLAÐIÐ

H&M slær í gegn með SJÚKLEGA FLOTTRI auglýsingu sem sýnir stúlku með HIJAB

H & M brýtur blað í sögu tískunnar með nýjustu herferð sinni, Close The Loop en tískurisinn fékk m.a. Mariah Idrissi, sem er 23 ára gömul Lundúnamær af morokkóskum og pakistönskum ættum til að kynna hluta úr línu sinni, en hún var uppgötvuð gegnum Instagram.

Mariah situr þannig fyrir með hijab, sem er hefðbundinn höfuðklæðnaður kvenna sem eru múslimatrúar – en þetta er í fyrsta skipti sem fyrirsæta með hijab kynnir línu H & M. Viðbrögð almennings hafa verið gífurleg, sérstaklega í Bretlandi en sjálf sagði Mariah í viðtali við FUSHION:

Kannski bregst almenningur svona við því höfuðslæðurnar [hjab innsk.blm] hafa átt auknum vinsældum að fagna undanfarin ár og það eitt að sjá hijab bregða fyrir í tískuauglýsingu er stórt skref.

screenshot-www.youtube.com 2015-09-28 18-10-40

En þar er ekki öll sagan sögð því ófá hátískuhús á borð við Oscar de la Renta, DKNY og Tommy Hilfiger hyggja öll inn á austurlenskan markað, þar sem ætlunin verður að kynna sérstaka Ramadan línu, sem má sjá og versla á vefsíðu Net-a-Porter.

Skemmtilegt nokk og í takt við breyttan tíðaranda, en hér má sjá nýlega herferð H & M sem sannarlega sendir sterk skilaboð út í heiminn:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!