KVENNABLAÐIÐ

Kenny Rogers (77) kveður með glæsibrag: „Línan milli eigingirni og metnaðar er hárfín“

Kenny Rogers er hættur í bransanum og hyggst setjast í helgan stein þegar tónleikaferðalagi hans, sem hefst brátt, lýkur. Þessu greindi kántrístjarnan sjálf frá í morgunþætti Today Show föstudaginn 25 september og gaf í kjölfarið út formlega yfirlýsingu sem birtist á Facebook síðu hans.

Kenny, sem orðinn er 77 ára gamall, var mættur í myndver til að kynna nýjustu jólaplötu sína: Once Again It’s Christmas en sagði við það tækifæri að hann vildi eyða síðustu ævidögunum utan tónlistarheimsins.

Fyrir fjölmörgum árum síðan skrifaði ég niður þau orð að hún væri hárfín línan sem skilur að eigingirni og metnað og ég held að ég hafi margoft á mínum yngri árum sjálfur farið þvers og kruss yfir þá línu. Mig langar að eyða meiri tíma með konunni minni og börnum því þau eru mér mjög mikilvæg og ég sé þau því miður alltof sjaldan.

Kenny vísaði þar í eiginkonu sína og tvíburasyni, þá Jordan og Justin, sem eru orðnir 11 ára gamlir, en konungur kántrítónlistar á einnig eldri syni sem hann segist iðrast að hafa ekki sinnt betur þegar þeir voru að vaxa úr grasi. Þá sagði Kenny einnig að það væri orðið ansi erfitt fyrir hann að halda út löng og ströng tónleikaferðalög:

Auðvitað á ég eftir að sakna þess, en ég sagði líka einhvern tímann að ég héldi áfram að troða upp svo lengi sem ég yrði sjálfum mér ekki til skammar.

Kántríferill Kenny Rogers spannar heila fimm áratugi og segist stjarnan ætla að halda kveðjutónleika að síðasta tónleikatúrnum loknum – en þeir tónleikar verða haldnir í myndveri og sjónvarpað gegnum Today Show.

Glæst kveðja hjá Kenny – sem gengur burt með reisn:

I love you all… thank you. -Kenny

Posted by Kenny Rogers on Friday, September 25, 2015

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!