KVENNABLAÐIÐ

Áttu TVÍTYNGT barn? Þá skaltu horfa á þetta MYNDBAND!

Áttu tvítyngt barn? Ertu jafnvel að hugsa um að læra nýtt tungumál? Hefurðu áhyggjur af því að heilinn hætti að nema málið eftir að ákveðnu aldursskeiði er náð? Vissir þú að tvítyngdir (og margtyngdir) nema heiminn á aðra vegu? 

Auðvitað er skemmtilegt að tala fleiri en eitt tungumál. Kostirnir eru ótvíræðir; heimurinn stækkar í samræmi við þekkinguna sem við nemum gegnum aðra menningarheima og það er óneitanlega þægilegt að geta horft á kvikmyndir á öðrum tungumálum en okkar eigin – án þess að þurfa að styðjast við texta sem flýtur á skjá. En iðkun tungumálanáms getur líka örvað gráu sellurnar og viðhaldið hreysti og heilbrigði heilans.

Hér fer bráðskemmtilegur og afar fræðandi TED fyrirlestur þar sem megingerðir tví- og margtyndra eru tíundaðir og einnig sá beini líffræðilegi ávinningur sem við, sem fullorðnar manneskjur, höfum af því að læra ólík tungumál: