KVENNABLAÐIÐ

Védís föndrar: Geómetrískur demantur úr RÖRUM!

Eftir að Helgi ákvað að skella mér í glimmer-bann eftir tilraun mín við glimmer-myndaramma lagði ég glimmerdollurnar á hilluna og fannst eins og ég hefði ekkert að gera. Þar til við hjónin áttum leið í Europris hér í Noregi, en þar rölti ég um gangana. Það tók mig ekki langan tíma að reka augun í eitthvað sem mig hefur lengi langað í.

Eins og margur veit hafa geometrískir hlutir tröllriðið heiminum og næstum hver einasta heimilisverslun selur geómetrískan húsbúnað. Púðar, myndarammar, veggskraut, krukkur og bara nefndu það! Allt er hægt að finna í þessari línu. Það var einmitt það sem ég fann; geometrískan, hangandi kertastjaka sem leit út eins og demantur.

Með tárin í augunum pikkaði ég í öxlina á Helga, með kassann í fanginu og beið í örvæntingu eftir því að hann myndi setja hann í körfuna. En það var ekki svo gott, það eina sem hann gerði var að ranghvolfa augunum og tauta: Védís … Védís … Védís“. Svo í sárum tárum skilaði ég töfrahlutnum.

En sagan er ekki búin, krakkar. Skyndilega rann upp fyrir mér að við búum í lítilli stúdentaíbúð hérna þar sem megum við ekki negla í veggina, hvað þá að þeir myndu gefa mér leyfi til þess að bora í loftið! Eftir miklar pælingar stóð ég allt í einu fyrir framan afmælisdeildina í búðinni og þar kom ég auga á rör. Ég hélt að ég myndi missa vitið! Hvað ef ég myndi gera þennan demant úr rörum og myndi sleppa kertinu?

Ég næstum grét úr gleði og skundaði með 100 stk af hvítum og svörtum rörum. Svo var skundað heim þar sem dregin voru fram skæri, nál og tvinni ásamt Metallic-málingunni sem ég fjarfesti í. Ég hélt að Helgi yrði ekki eldri þegar hann sá mig við stofuborðið að mála rör eins og ég ætti afmæli. Útkoman var næstum alveg eins og sú sem ég sá í búðinni! Það er jafnvel hægt að smella einu stykki LED kerti í hann og þá eru þeir nauðalíkir og gera nákvæmlega sama gagn!

Með þessu stykki mæli ég fyrir alla sem vilja fá eitthvað sem lyftir húsinu gjörsamlega upp um tíu rokkstig:

12048939_548964338605907_1377015576_n

Það sem þú þarft:

Rör, ca 15 stykki.

Nál og tvinni

Metallic máling eða máling sem þig langar til að hafa demtaninn í.

Pensill

Skæri

1 – Það fyrsta sem þarf að gera er að klippa 5 stk af 3 mismunandi stærðum.

12033720_548964358605905_1181062609_n

2 – Þegar það er búið, þarf að þræða tvinna í líkum lit og demanturinn á að líta út í, hjá mér notaði ég bara svartan tvinna þar sem ég notaði svört rör og málaði þau síðan. Með nálinni takið þið lengstu rörin og þræðið í gegnum þau öll á sama stað svo þau hangi á bandinu, þetta er síðan líka gert við miðstærð af rörum. (Mér fannst best að fara með nálina inn í fyrsta rörið svo það væri auðveldara að binda þau saman).

ror (1)

3 – Bindið rörin saman svo það myndist svona hálfgerð stjarna úr rörunum.

12023083_548964351939239_838091211_n

4 – Takið nú minnstu rörin og setjið eitt stykki á milli hvers rörs svo það myndist nú hálfur demantur. Best er að byrja eins og byrjunin á stjörnunni og láta síðan nálina fara í gegnum rörin sem fara á milli og endurtaka aðferðina með stjörnuna.

12023205_548964328605908_681560299_n

5 – Tengið nú saman hina stjörnuna alveg eins við svo að út komi demantur. ATH! Munið að binda VEL þrjá hnúta þegar þið eruð búin að fara allann hringinn.

12033282_548978598604481_1566476153_n

6 – Þá er það bara að mála! Ég málaði demantinn að utan fyrst og lét hann svo þorna. Svo fór ég innan í demtantinn og málaði hann, en síðast tók ég millistykkin á stjörnunum.

7 – Hengið upp með tvöföldu límbandi (Double Tape) upp í loftið. Þar sem þetta stykki er gert úr rörum er það svo létt að límband eða kennaratyggjó gæti allt eins haldið því, en ég legg allt mitt traust á tvöfalt límband!

Ps. það er alveg örugglega hægt að fara auðveldari leið og nota limbyssu til þess að smella þessu saman, en ég var búin með límið svo límbyssan góðan fékk að hvíla sig þetta kvöldið.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!