KVENNABLAÐIÐ

HÚSRÁÐ: Nokkur ráð til að létta lífið…

1. Hér að ofan sérðu tvo greipaldin helminga og salt. Prófaðu að dýfa öðrum helmingum í saltið og skrúbbaðu svo baðkerið eða sturtubotninn. Virkar vel og er umhverfisvænt.

22

2. Hver kannast ekki við hvað það er glatað leiðinlegt að þrífa BLENDERINN…en settu bara smá vatn og sápu í hann og á fullan styrk! Öll óhreinindi losna!

4

3. Æi! Braustu glas og enginn sópur eða ryksuga við hendina? Þá er gott að ná jafnvel fínustu ögnum upp með brauðsneið!

6

4. Gömul leðurhúsgögn öðlast nýtt líf með því að bera á þau skóáburð bæði glæran eða með lit. Bíddu bara með að setjast þar til stóllinn er ALVEG þurr.

5

5. Frábært ráð til að þrífa viftur eða armaloftljós. Smeygðu koddaveri utan um arminn eða væng viftunnar og þurrkaðu af. Allt kuskið og rykið fer inn í koddaverið!

121

6. Eldhússvampurinn er orðinn hálf ógó…þá er um að gera að þrífa hann með heitu vatni og inn í örbylgjuna í 2 mín á hæsta. 99% baktería drepast við þessa illu meðferð 😉

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!