KVENNABLAÐIÐ

H R Y L L I N G U R: Ísbirnir svelta í hel á Svalbarða vegna gróðurhúsaáhrifa

Þessi sláandi sorglega og hryllilega ljósmynd var tekin af norska ljósmyndaranum Kerstin Langenberger á Svalbarða fyrir skömmu síðan, en Kerstin deildi ljósmyndinni, sem er af grindhoruðum ísbirni, á Facebook

Ljósmynd: Kerstin Langenberger

Kerstin segir að þrátt fyrir að vísindamenn segi að ísbjarnastofninn á Svalbarða sé í ágætu jafnvægi, sjái hún reglulega horuðum og glorsoltnum birnum bregða fyrir á ísnum.

„Ég verð vitni að því hvernig jöklarnir hopa því sem nemur hundruðum metra á hverju einasta ári. Ég sé ísjakana hverfa á methraða fyrir augunum á mér. Já, ég hef horft á eftir ísbjörnum í góðum holdum – en ég hef líka sé deyjandi og glorsoltna ísbirni. Birni sem ráfa meðfram ströndinni í leit að æti, birni sem reyna að veiða hreindýr sér til matar, borða egg, mosa og jafnvel þara.“

970028_634556299889647_1625605569_n

„Ég hef áttað mig á því að þeir ísbirnir sem eru í góðum holdum eru karlkyns dýr sem halda sig á fljótandi ísbreiðum árið um kring. Birnurnar, hins vegar, sem fara á land til að fæða húnana, eru oftar grindhoraðar. Fljótandi ísbreiðurnar færast fjær ströndu og lengra norður á bóginn á hverju ári og þannig verða birnurnar strandaglópar á landi þar sem ekki mikið fæði er að finna.“

Ástæða þykir til að fylgjast grannt með ísbjarnastofninum og þannig hafa ísbirnir nú hafnað á rauðum lista Alþjóðasamtökum náttúruverndar og dýralífs, eða IUCN Red List eins og það nefnist á frummálinu, en stofninn er talinn í ákveðinni hættu vegna rýrnunar. Þannig hefur rýrnun ísbjarna (eða fækkun ísbjarna) numið heilum 30% undanfarin 45 ár og er þar einkum hlýnunar jarðar og bráðnunar ísjaka um að kenna.

Þá eru framtíðarhorfur fremur myrkar. Þannig segir IUNC um stöðuna:

„Loftslagsbreytingar á jarðarkringlunni eru vissulega áhyggjuefni og ísbjarnarstofninum stafar bein hætta af gróðurhúsaáhrifum. Nýlegir framreikningar sýna að þykkt og lögun fljótandi ísjaka mun hnigna mjög á næstu 50 til 100 árum, sem getur haft skelfilegar afleiðingar í för með sér fyrir lífríkið.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!