KVENNABLAÐIÐ

Beyoncé hugfangin af hörku Rondu Rousey: „Ég fæddist ekki til að serða milljónamæringa“

Beyoncé virðist alsjáandi og hún fylgist grannt með bardagaíþróttum. Þetta er alveg á hreinu og það sem meira er, MMA bardagakonan Ronda Rousey er í sérstöku uppáhaldi hjá bandarísku býflugnadrottningunni.

Þannig heiðraði hún Rondu sérstaklega þegar sú fyrrnefnda tróð upp á sviði Made in America tónleikahátíðarinnar nú í vikunni með því að endurvarpa orðum Rondu upp á risavaxinn skjá rétt áður en metsölulagið DIVA fór af stað.

gallery-1441573521-gettyimages-487070186

Ronda, sem hefur legið undir ámæli fyrir að vera karlmannleg í útliti og nálgun, sagði þannig að hún hefði ekki fæðst í heiminn til þess að liggja gleið undir milljónamæringum og voru það einmitt þessi orð sem Beyoncé útvarpaði yfir fjöldann:

„Þó líkama mínum hafi verið ætlað annað hlutverk en að serða milljónamæringa, er ekki þar með sagt að ég sé karlmannleg.“

espnw_a_rousey1x_800

Mér finnst ég vera andskoti kvenleg ef ég á að vera hreinskilin, því hver einasti vöðvi sem finnst í líkamanum á mér þjónar ákveðnum tilgangi. Af því að ég er engin „Ekki-Gera-Neitt-Tík”.

„Ekki-Gera-Neitt-Tík”, sem útleggst sem „Do-Nothing Bitch” á ensku er sú kvengerð sem móðir Rondu kenndi henni að forðast að vera þegar á fullorðinsárin væri komið. Hin 28 ára gamla bardagakona sem hefur hlotið fjölmarga titla fyrir árangur sinn í hringnum, sagði þannig að þar hefði móðir hennar átt við … „konu sem gerði sitt besta til að vera falleg og yrði að treysta á aura úr hendi annars til að geta framfleytt sér.”

gallery-1441573621-gettyimages-487073472

Enginn vafi leikur á því að Beyoncé er á sama máli, en hér má sjá ræðuna sem Beyoncé útvarpaði til áhorfenda sinna af sviði sem sýnir svo ekki verður um villst að poppdrottningin sjálf vill stuðla að sjálfstæði þeirra kvenna sem hlusta á tónlist hennar – og það án nokkurra afsakana.

G Æ S A H Ú Ð!

#DNB @RondaRousey #BeyonceMadeInAmerica @UFC @S_C_ https://t.co/2OBGp3T3Ce

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!