KVENNABLAÐIÐ

Caitlyn Jenner (65) var mótfallin hjónavígslum samkynhneigðra: „Ég náði þessu bara ekki“

Caitlyn Jenner var lengi vel mótfallin hjónavígslum samkynhneigðra, klæddist kvenkyns undirfatnaði undir stífpressuðum jakkafötum meðan hún var og hét enn Bruce Jenner og segist iðulega hafa farið úr húsi sem klæðskiptingur, sem hún komst upp með þar sem engan renndi í grun að gullverðlaunahafinn og Ólympíufarinn væri líklegur til að velja pils og pinnahæla.

Þetta og fleira kemur fram í fyrsta viðtali Caitlyn við Ellen DeGeneres sem hefur sína 13 spjallþáttaröð í bandarísku sjónvarpi í kvöld, þriðjudaginn 8 september. Í viðtalinu kemur einnig fram að Caitlyn, sem er íhaldsamur rebúblikani, hafi gengið gegnum miklar viðhorfsbreytingar á undanförnum árum, hún sé ekki enn reiðubúin að stíga sín fyrstu skref á stefnumótamarkaðinum eftir kynleiðréttingaraðgerðina sem gerði henni loks kleift að lifa til fullnustu sem kona og að börn hennar hafi sýnt henni hvað mesta umburðarlyndið og skilninginn:

Þá segir Caitlyn einnig að hún hafi þurft að yfirstíga eigin fordóma gagnvart ástum samkynhneigðra og að hún hafi lengi vel litið svo á að hjónaband ætti að vera milli manns og konu. Þar rak Ellen hins vegar í rogastans og sagðist spjallþáttastjórnandinn undrandi á viðhorfum Caitlyn, sem svaraði:

„Það verður að segjast sem er, að fyrir 15 til 20 árum síðan var ég algerlega mótfallin hjónaböndum samkynhneigðra. Ég er íhaldssöm í eðli mínu og sennilega er ég líka eldri en flestir sem sitja í áhorfendastúkunni í kvöld; ég er bara siðvönd og jarðbundin og mér fannst alltaf að hjónaband ætti að vera eining manns og konu.“

„Ég náði þessu bara ekki. En í tímans rás hefur mér lærst að skilja, rétt eins og svo margir aðrir, að þetta er ekki svona einfalt. Í dag hef ég engan vilja til að standa í vegi fyrir lífshamingju annarra. Það er bara ekki mitt hlutverk. Ef hugtakið HJÓNABAND er fólki svona mikilvægt, þá styð ég þann vilja og þá löngun.“

Viðtalið verður frumsýnt í kvödl að bandarískum staðartíma, en þetta er í fyrsta sinn sem Caitlyn sest niður með spjallþáttastjórnanda og eigin skoðanir og viðhorf. Því er ljóst að Ellen DeGeneres fer af krafti inn í haustið og að vænta má frekari fræðslu frá Caitlyn, sem réttilega bendir á mikilvægi þess að fræða almenning um eðli kynáttunarvanda, þar sem fordómar og vanþekking kosti fjölmörg mannslíf á hverju ári.

@TheEllenShow

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!