KVENNABLAÐIÐ

OJ!! – Hvað í FJANDANUM er þetta eiginlega!?

Hverju í fjáranum er þessi mynd eiginlega af? Ritstjórn rak í rogastans þegar ljósmyndina bar fyrir augu okkar á flandi um netið. Fyrst rýndum við, fullar hryllings í myndina og svo rann stund sannleikans upp.

Hér mun vera nærmynd af hófum folalds sem er nýkomið úr móðurkviði að ræða; en náttúran hagar því þannig til að folaldið fæðist ekki með fullvaxna hófa. Eða svo rétt sé haft eftir; folaldið fæðist með brodda eða tungur framan á hófunum, sem eru fullskapaðir undir öllu.

En af hverju eru hófar á nýfæddum folöldum svona ógeðslegir?

1796660_239452022904433_630898912_n

Ástæðan er einföld og hófarnir eru ekki jafn ógeðslegir og ætla mætti, þegar ástæðan verður ljós. Folaldið fæðist í heiminn með mjúka himnu eða brodda í stað hófa, því ef hófarnir þroskuðust eðlilega í móðurkviði væri leg hryssunar í mikilli hættu. Þetta er því leið náttúrunnar til að vernda bæði móður og folald; svo hryssan geti lokið eðlilegri meðgöngu og hafi líkamlega hreysti til að koma afkvæmi sínu í heiminn án þess að hljóta af líkamlegan skaða.

D08NRmk

 

Úti í villtri náttúrunni hætta hryssurnar á að rándýr renni á lyktina af fylgjunni og því er nauðsynlegt að folaldið losni hratt og örugglega við fylgjuna; geti staðið beint á fætur í kjölfarið og tekið á rás ef því er að skipta. Þess vegn þarf folaldið á fullvöxnum hófum að halda við fæðingu en það er þó ekki fyrr en litla dýrið klöngrast á fætur að mjúkir hófbroddarnir eyðast niður og hófurinn, sem við mannfólkið erum vön að sjá, kemur í ljós.

Merkilega falleg er náttúran, ekki satt?

// IFLS

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!