KVENNABLAÐIÐ

Japanir hanna FYRSTA GÖTUKORTIÐ sem KETTIR kortlögðu og sýnir bakgötur HIROSHIMA!

Guðdómlega vel úr garði gert; í augnhæð katta og hannað í þeim tilgangi að sýna heiminn með augum ferfætlinga. Japanir feta ekki troðnar slóðir í tækniþróun og þannig hafa þeir nú kynnt til sögunnar alfyrsta götukortið sem sýnir götur Hiroshima borgar með augum heimiliskatta.

Kortið sýnir leynda stígu Hiroshima borgar eins og bakstrætin koma köttunum fyrir sjónir, þar sem þeir trítla léttstígir um borgina – en með því að smella á landakortið sem vefsíða verkefnisins sýnir, má ferðast um ranghala Hiroshima, þar sem iðandi líf leynist.

Svona lítur kisukortið af bakgötum Hiroshima borgar út: 

screenshot-sykur.kvennabladid.is 2015-09-06 14-52-07

 

 

Yndisleg hugdetta, dásamlegt sjónarhorn og ótrúlega skemmtilegt ferðalag – hér má sjá kynningarmyndbandið þar sem aðalsöguhetjurnar og kortlagningarkettir Hiroshima bregður fyrir.

Landakortið er á japönsku og má skoða HÉR en Google býður upp á sjálfkrafa þýðingu:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!