KVENNABLAÐIÐ

10 staðreyndir sem fæstir segja þér um SLITFÖR og MEÐFERÐ þeirra

Slitför geta myndast af ýmsum ástæðum og geta verið erfið viðureignar, en sé gripið snemma í taumana má draga úr myndun slitfara á hörundi sem eru enn í mótun.

Hvort sem þú ert að velta því fyrir þér hvers vegna slitförin mynduðust í upphafi eða hvernig þú getir dregið úr þeim áður en þau eru fullmótið – ef þú ert jafnvel að velta því fyrir þér hvernig þú getur hulið fullmótuð slitför, skaltu renna augunum yfir þessi tíu handhægu ráð. Hér fara tíu lítt þekktar staðreyndir og ráð um meðför slitfara í mótun og hvernig má meðhöndla slitför sem eru fullþroskuð og ætlunin er að hylja tímabundið:

#1 – Slitför geta myndast á misjöfnum líkamshlutum vegna misjafnra ástæðna. Slitför myndast þegar miðjulag húðarinnar tognar upp að því marki að teygjanleiki hörundsins fer að gefa eftir. Þegar þetta gerist myndast örblæðingar undir yfirborði húðarinnar ásamt því sem hörundsvefurinn sjálfur þrútnar og bólgnar út, sem er ástæða þess að ný slitför í mótun taka á sig fjólurauðan blæ.

#2 – Sumir eru líklegri til að fá slitför en aðrir. Óléttar konur, vaxtarræktarmenn og jafnvel ungt fólk í örum vexti eru meðal þeirra sem eru liklegri til að fá slitför en aðrir, allt vegna þeirra breytinga em verða á líkamanum meðan á breytingaferlinu stendur.

#3 – Erfðir spila stórt hlutverk. Slitför eru oftar en ekki arfgeng, ef svo má að orði komast, svo óháð kringumstæðum er ákveðið hlutfall fólks líklegra til að mynda slitför en aðrir. Af þessum ástæðum er ekki hægt að sneiða alfarið hjá slitförum í einhverjum tilfellum – en ef gripið er strax inn í er hægt að meðhöndla þau upp að ákveðnu marki.

#4 – Slitför falla í tvo meginflokka. Læknar skilgreina þannig slitför undir heitunum Ruba eða Alba. Í fyrstu, þegar slitförin eru að myndast – eru þau nefnd RUBA – þar sem þau eru ýmist bleik, rauð eða jafnvel fjólurauð að lit og geta bólgnað upp. Með tímanum hjaðnar hins vegar bólgan og slitförin verða silfurhvít áferðar – en þá taka þau á sig ALBA áferð.

#5 – Slitför í mótun ætti að meðhöndla strax. Þegar slitför komast á ALBA stigið, eru þau orðin fullþroskuð og lítið sem ekkert er hægt að gera – en hægt er að draga úr nýjum og ferskum slitförum á hörundi með því að bera A-vítamínbætta olíu á hörundið, helst með Retinol.

#6 –  Prófaðu að bera andlitskrem á slitförin. Ef þér gengur illa að finna A-vítamínbætt hörundskrem sem inniheldur Retinol, er líka ágætt að prófa að bera hreint Lýsi á slitförin. Lýsið inniheldur A- og D-vítamínolíu og hollar Omega-fitusýrur, en ef lyktin vekur ógleði er líka ágætt að notast við vandað andlitskrem.

#7 – Önnur lykilatriði er að velja krem sem inniheldur C-vítamín og Collagen en bæði þessi innihaldsefni geta róað og sefað rauðbleik slitförin sem enn eru í myndun.

#8 – Sjálfbrúnkandi krem geta hulið slitförin að hluta og í einhverjum tilfellum hulið þau algerlega. Hægt er að fara í laseraðgerð sem afmáir slitförin nær með öllu, en þar til að aðgerð er komið er ágætt að notast við sjálfbrúnkandi krem eða spreybrúnku til að hylja slitförin – auk þess sem úrræðið er ódýrara og áhrifaríkara ef um sérstök tilefni er að ræða.

#9 – Skrúbbaðu hörundið vel. Skrúbbkrem og skrúbbburstar sem ætlaðir eru fyrir líkamshörundið eru til þess gerðir að fjarlægja dauðar húðfrumur og örva blóðstreymið til húðarinnar. Skrúbburinn er líka frábær leið til að hjálpa hörundinu ef slitför eru að myndast. Prófaðu að skrúbba hörundið upp úr ilmkjarnaolíum; Tea Tree olían er frábær hreinsiolía og sérstaklega fyrir feita húðgerð. Þú getur prófað að skrúbba hörundið allt að tvisvar á dag, en aðeins ef þú gætir að næra hörundið með mildum líkamsáburði á eftir, því annars verður hörundið of þurrt viðkomu.

#10 – Notaðu nuddtækni til að örva blóðrásina og mýkja hörundið. Ekki aðeins ættir þú að bera vandað andlits- eða hörundskrem á slitför í mótun, heldur ættir þú einnig að nudda kreminu vel inn í hörundið samtímis. Rétta nuddtæknin hjálpar þér að örva blóðstreymið og vinna á móti örvefnum sem er að myndast undir yfirborði húðarinnar, en í einhverjum tilfellum dregur nuddið jafnvel úr myndun slitfara og sefar ferlið.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!