KVENNABLAÐIÐ

DIY: Fléttaður TÁGARAMMI úr þurrkuðum NJÓLA og gullfallegum HRÍSLUM

Júhú! Frúin er mætt! Með njólahríslur í poka, föndurklippur og lúinn myndaramma! Gasalega sem það er gaman að föndra með börnunum þegar haustið sverfir að. Maður fer bara í stígvélin, elskurnar og stormar með plastpoka út í næsta rjóður. 

Alltaf skal eitthvað falla til þegar náttúran er annars vegar. Í þetta skiptið rak Frúin augun í ægilega skemmtilegt föndur á EHOW vefnum. Já! Ehow! Þar er hægt að læra ægilega mikið og það sem þessum útlensku dettur ekki í hug!

Svona ferðu að við rammagerðina:

f19d0c20-b2c4-48f1-828e-bafb6d7e4ac6

ÞETTA ÞARFTU Í RAMMAGERÐINA:

Viðarramma sem hægt er að bæsa að vild

40 – 50 tilsniðnar trjágreinar, þurrkaðan njóla eða aðrar greinar að eigin vali

Litlar vír / blóma / garðklippur sem fara vel í hendi

Brúna akrýlmálningu / Brúnan viðarbæs

Lítinn pensil eða svamppensil

Límbyssu og límstifti (eða hvítt föndurlím)

Föndurmosa og þurrkaðar jurtir til skreytingar

ATH: Ekki hika við að nota greinar úr bakgarðinum! Það er alger óþarfi að kaupa tilsniðnar hríslur í föndurverslunum, farðu frekar í góðan göngutúr út í náttúruna þegar haustið sverfir að. Munið að leggja hríslurnar / njólastönglana til þerris á gömul dagblöð áður en föndrað er – gott er að láta hríslurnar liggja til þerris í 2 – 3 sólarhringa áður en hafist er handa!

#1 – Ramminn málaður / bæsaður

ecd7878b-1f30-41ee-99e0-d7cc406a3859

Takið rammann í sundur, leggið á útbreidd, gömul dagblöð og leggið glerið og bakhliðina á öruggan stað. Stærð rammans ræður auðvitað hver og einn, en mjög fallegt getur verið að mála rammann með viðarbæs sem tónar vel við litatónana í hríslunum eða njólastönglunum þar sem um bakgrunnslit er að ræða. Látið liggja til þerris í ca. 1 – 2 klst. áður en haldið er áfram með skreytinguna sjálfa.

#2 – Hríslurnar snyrtar til og formaðar

0356f4b0-5eb3-4f88-99d5-b3dd6c7a6fee

Snyrtið hríslurnar til meðan ramminn er að þorna; notið litlu garðyrkjuklippurnar til að snyrta endana en gætið vel að því að hafa hríslurnar u.þ.b. ½ cm lengri en ramminn sjálfur er að breidd og hæð. Deilið upp hríslunum í tvo aðskilda búnka fyrir lengd og breidd rammans. Gerið límbyssuna tilbúna, ef þið notið slíka.

#3 – Límið breiðustu hríslurnar neðst

e5b5b8e5-1330-4cb2-a121-dbfa640c9e94

Þegar ramminn hefur drukkið í sig bæsinn og viðurinn í rammanum er orðinn þurr, er ágætt að taka þær greinar sem eru breiðastar að þvermáli og líma þær sem undirstöður á sjálfan rammann – á breidd og lengd. Best er að leggja hríslurnar að rammanum, skoða hvar þær snerta rammann og dreypa límdropa einmitt þar.

#4 – Haldið áfram og hríslurnar fléttaðar saman

eb90914b-1e17-423d-bfc1-42b6f2182c6a

Bætið nú hríslum ofan á rammann, einni í einu og látið hríslurnar fléttast saman á hornum. Tryggið hríslurnar með örlitlum límdropa á snertiflötum og athugið að stundum nema þær alveg við rammmann. Bætið hríslum hægt og rólega við, einni í einu á allar fjórar hliðar.

#5 – Grennri hríslur ætti að flétta undir stærri hríslur

f3b6a939-c64b-43c4-82ad-468b9a74ea6e

Eftir því sem ramminn tekur á sig traustari mynd, ætti að flétta smærri og grennri hríslur undir þær stærri. Enn verður að gæta að því að nota einungis nægt lím til að tylla hríslunum saman, en smærri hríslurnar þarf ekki að tryggja með lími ef þeim er lætt haganlega undir þær stærri. Þetta er gert til að þétta viðar / hríslufléttuna. Þegar hríslurnar eru orðnar það þéttofnar að þú kemur ekki nýrri í þétta viðarfléttuna er ramminn tilbúinn.

#6 – Skreytið með mosa og þurrkuðum blómum

feffc64b-66ce-4e25-ba3b-e133de110a44

Föndurmosinn og þurrkuð blómin gefa rammanum fallega líflega áferð. Tryggið skreytingarnar á viðarfléttuna með örfáum límdropum en gætið þess alltaf að nota bara örfáa dropa sem ekki sjást þegar horft er beint framan á rammann.

#7 – Svona gerir þú ef börn ætla að föndra rammann

6053e23e-0ec8-4d11-b307-b1797f3e19df
Best er, ef börnin ætla að föndra rammann, að leggja límbyssuna til hliðar og nota þess í stað hvítt föndurlím. Þá er best að forsnyrta hríslurnar áður en litlir fingur koma að verkefninu og hafa allt tilbúið – en munið að láta ca. 2 klst líða frá verklokum svo límið nái að þorna alveg áður en mynd er sett í rammann og hann hengdur upp á vegg!

Gullfallegt haustföndur!

9863dc59-9f27-4bf7-a1a2-51966bb6c386

Þýtt & Staðfært // EHOW

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!