KVENNABLAÐIÐ

1 … 2 … og nammið er tilbúið! – Miðnæturtryllir

Stundum fær maður æði seint að kvöldi og bara verður að fá eitthvað ótrúlega sætt og gott! Hér er sælgætisbita uppskrift sem þið eigið eftir að taka með ykkur til himna…HALELÚJA – því hún er svo góð OG EINFÖLD! Það tekur á gríns örfáar MÍNÚTUR að búa þetta til. Eitt hérna…ekki hafa áhyggjur þó þú eigir ekki allt í uppskriftina…notaðu bara það sem til er…hnetur í staðinn fyrir möndlur, sýróp í stað hunangs…ekki vera hrædd/ur…þetta verður gott – það er loforð!

STILLUM KLUKKUR…AF STAÐ:

Klæðið ferkantað bökunarform með bökunarpappír. Setjið eftirfarandi í matvinnsluvélina:

1 bolli döðlur og púlsið í eina mínútu setjið smá soðið vatn ef döðlurnar eru of harðar.

Setjið saman í skál með döðlumaukinu:

1 1/2 bolla af höfrum

1 bolli saxaðar möndlur

1/2 bolli saxað dökkt súkkulaði

1/2 bolli kókósflögur ósætar

1/2 bolla af þurrkuðum berjum. 

Hitið 1/4 bolla af hunangi og 1/4 bolla af  mjúku söltuðu hnetusmjöri við vægan hita í skaftpotti.

Hellið blöndunni saman við haframöndlusúkkulaðikókósflöguþurrkuðuberjamixið….Var þetta mögulega lengsta orð í heimi?

Hrærið vel og setjið allt saman í formið. Inn í frysti í 10 mín. Takið úr frysti og skerið í bita. Geymist í lokuðu íláti í 5 -7 daga í ísskáp.

FARIÐ SVO MEÐ BÆNIRNAR YKKAR OG BEINT Í RÚMIÐ!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!