KVENNABLAÐIÐ

Dásamleg uppskrift að lífrænu lavendersýrópi

Lavenderblóm eru dásamleg. Hægt er að rækta lavender í gluggasyllunni heima við, en því miður vaxa þau ekki villt í íslenskri náttúru. Lavenderjurtin sjálf er sögð búa yfir mögnuðum lækningamætti og dregur að sögn úr bólgum, getur sefað gigtarverki og jafnvel hjálpað óléttum konum að hrinda fæðingu af stað. Svo hermir sagan í það minnsta.

Hér fer hins vegar uppskrift að ævintýralegu lavendersýrópi, en best er að nota fersk lavenderblóm í sýrópið. Lavenderblómin er einnig hægt að kaupa þurrkuð í náttúruvörubúðum og því ekki úr vegi að kaupa örlítið magn og setja út í blönduna, en þess utan má nota það magn sem eftir verður af þurrkuðum blómunum til að sjóða í seyði og setja út í fótabaðið eftir erfiðan dag.

Sýrópið sjálft má svo nota sem bragðauka í freyðivínskokteil, út á rjómaísinn eða jafnvel bera fram með Mascapone osti og jarðarberjum á laugardagskvöldi. Matarliturinn sem uppgefinn er í uppskriftinni er að sjálfsögðu valkvæður, en hægur leikur er að búa til fjólubláan matarlit úr örlitlu magni af rauðum og bláum matarlit, sem fást í matvöruverslunum.

Lavender-powdered-sugar-with-bunches-Maureen-Abood

 

Innihaldsefni – nægir í 2 x 190 ml krukkur:

1 ½ bolli vatn

1  ½ bolli strásykur

2 msk fersk, nýtínd lavenderblóm

Fáeinir dropar af fjólulbáum matarlit (má blanda með rauðum og bláum)

screenshot-ewallpapers-hub.com 2015-08-29 11-43-12

A Ð F E R Ð: 

Setjið öll innihaldsefnin saman í lítinn pott á hellu við lágan hita og leysið sykurinn upp. Hækkið hitann á hellunni og látið blönduna sjóða vel í ca. 5 mínútur. Takið af hellunni og látið liggja í pottinum í ca. 30 mínútur. Hellið úr pottinum og fyllið á sótthreinsuð ílát (krukkur) og lokið vel með skrúfloki.

Þetta sýróp er afar ljúffengt út á rjómaís, kökusneiðar, út í límonaði, te eða jafnvel í kokteila.dried_lavender_flowers

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!