KVENNABLAÐIÐ

Víða leynast leyndardómar í Reykjavík

Churchill-klúbburinn á Íslandi fékk að heimsækja ótrúlega viðamikið stríðsminjasafn í einkaeigu. Safnarinn hóf að safna stríðsminjum árið 2006 og nú fyllir safnið tvö heil herbergi. Vitað er um aðra safnara sem hafa safnað stríðsminjum í hartnær hálfa öld.

Glerskápur fylltur af ýmsu sem tengist sögu Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni. Myndir af Hitler, hershöfðingjum, hakakrossar, járnkrossar og önnur heiðursmerki.

churchillsafn1

Þarna eru margar skúffur fullar af heiðursmerkjum og kennimerkjum frá ýmsum löndum.

churchillsafn2

Meira að segja gínur í fullum skrúða.

churchillsafn3

Hattasafn með foringjahúfum af ýmsum þjóðernum. Sumar ná enn þá að vekja ugg og ótta eins og þær voru hannaðar til.

churchillsafn4

Í þá gömlu góðu daga þegar annar hver maður reykti og rúmlega það.

churchillsafn5

Stóllinn sem Churchill dottaði í eftir hádegisverðinn hjá breska sendiherranum í Höfða 16. ágúst 1941.

churchillsafn6

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!