KVENNABLAÐIÐ

Hugmyndir að kokteilum til að njóta um hátíðirnar

1. Vodka & trönuberjadjús

Cranberry-Juice-and-Vodka
Jólalegur og bragðgóður.

Einfaldur vodki
100 ml af trönuberjadjús
Sódavatn

2. Kahlua & mjólk

Kahlua-and-Milk
Smart kokteill sem smakkast mjög vel eftir mat. Hægt að bera fram heitan sem og kaldan en við mælum með honum heitum í vetur.
Kahlua með smá mjólk
Smakkið til hlutföllin

3. Mojito

detail_Skinny_Mojito
Ferskur og frábær.
Alltaf hægt að breyta upprunalegu uppskriftinni og bæta við jarðaberjum, chili, bláberjum eða hverju sem ykkur dettur í hug.

4 cl. af gylltu rommi
Safi úr hálfri límónu
6-8 myntulauf og fleiri til skreytingar
2 tsk. hrásykur
Skvetta af sódavatni

4. Sangria

Sangria
Alveg sama með hverskonar partý þú ert með Sangria á alltaf vel við. Er líka rauður og jólalegur núna um hátíðirnar og líka ferskur og sumarlegur á sumrin.

1 lime
1 sítróna
1 appelsína
1/4 bolli sykur
1/2 bolli cognac
1 flaska rauðvín
2 matskeiðar sítrónusafi, klaki og sódavatn
Skerið ávextina í sneiðar og blandið drykkinn

5. Límonaði fyrir fullorðna

Grown-up-Lemonade
Ferskur og klassískur.

Einfaldur vodka
7-up eða Sprite
Rosa gott að skreyta með granat eplum og það gefur þessu jólalegan blæ.
Fullt af ísmolum

6. Bloody Mary

Bloodymary
Löngum verið vinsæll og unga fólkið fór að drekka þetta aftur eftir að kvikmyndin um Great Gatsby var sýnd með Leonardo DiCaprio í aðalhlutverki.

3–6 cl. vodka
12 cl. tómatsafi
Skvetta af Worchestersósu
Safi úr sítrónubát
Salt og pipar
Skreytt með Sellerýstöng

Njótið vel!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!