KVENNABLAÐIÐ

Kraftaverkabarn: Stúlka sem fæddist minni en barbídúkka lifði af

Stúlka sem fæddist í Phoenix, Arizonaríki, vóg aðeins 370 grömm en hún fæddist 15 vikum fyrir tímann. Kallie Bender var vart hugað líf og töldu læknar lífslíkur hennar hverfandi.

Auglýsing

Kallie var minni en barbídúkka og komst fyrir í lófa. Sjá má á myndinni hér að neðan giftingarhring föður hennar sem er eins og allt of stórt armband utan um agnarsmáa hönd hennar.

bbu2

Kallie hafði þó ótrúlegan lífsvilja en læknar vöruðu foreldra hennar, þau Ebonie og Daemon, við að hún gæti ekki haft það af.

Nú er Kallie næstum fimm mánaða og er útskrifuð af sjúkrahúsinu Dignity Health St. Joseph’s mánudaginn 21. október. Hún vegur nú rúm þrjú kíló og þrífst afskaplega vel eftir að hafa verið á vökudeild í 21 viku.

bby in

Kallie fæddist í maí 2019 og þurfti svo að undirgangast ýmsar aðgerðir, s.s. flókna hjartaaðgerð þar sem hún fæddist með hjartagalla.

Auglýsing

bby4

„Hún er herská stelpa,“ segir mamma hennar í viðtali við Good Morning America. Hún bætir við: „Það var ljúfsárt að fara. En hún er ótrúleg lítil baráttukona og ég get ekki beðið eftir að sjá persónuleika hennar sem viðbót við fjölskylduna okkar.“

Ebonie sagðist hafa átt við áhættumeðgöngu að stríða þar sem hún var með háan blóðþrýsting. Í sónar sást að Kallie var óvenju smá. Það var skortur á vökva í leginu. Best væri, tjáðu læknarnir henni, að barnið yrði tekið snemma til að lifa af. Ebonie var mjög hrædd: „Það er svo ógnvekjandi að vita ekki hvað muni gerast.“

bby5

Þegar Kallie fæddist var hún tekin strax á vökudeild þar sem hún treysti á öndunarvél fyrstu mánuðina.

Foreldrar hennar voru með henni, allar vikurnar. Þau töluðu og lásu fyrir hana, hugguðu hana og föðmuðu, um leið og það var óhætt, og spiluðu tónlist til að hjálpa henni að þroskast.

Smám saman jafnaði hún sig og tók framförum, þar til hún var orðin nógu heilbrigð til að fara heim. Læknar sögðu að hún væri ekki með heilablæðingu eða skerta sjón, sem er algengt hjá fyrirburum sem fæðast svo löngu fyrir tímann og svo smáir.

Svona lítur Kallie út fimm mánaða gömul
Svona lítur Kallie út fimm mánaða gömul

Ebonie segir: „Ég gæti ekki verið þakklátari fyrir læknana hér og fyrir hjúkrunarfræðingana. Þau elska Kallie og hugsuðu svo vel um hana hvern einasta dag sem við vorum á spítalanum.“

Nú fer Kallie heim til sín, en hún á þrjá eldri bræður.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!