KVENNABLAÐIÐ

Þeir sem skreyta snemma fyrir jólin eru hamingjusamari en aðrir

Ef þú ert ein/n af þeim sem telur að jólaskreytingar eigi ekki rétt á sér fyrr en eftir 1. desember ættirðu að íhuga þetta: Það er ein ástæða fyrir því að þú ættir að íhuga að setja upp tréð og ljósin eins snemma og möguleiki er á. Það gæti nefnilega gert þig hamingjusama/n.

Auglýsing

Það er ekki til neitt sem heitir að vera „of hamingjusamur,“ þannig lestu þetta:

ham jol in

„Í heimi sem er fullur af stressi og kvíða þá langar fólk að gera hluti sem gerir það hamingjusamt. Jólaskreytingar kalla fram sterkar æskuminningar,“ segir sálgreinirinn Steve McKeown við Unilad. „Skreytingar eru einfaldlega akkeri eða leið til að nálgast þessar töfrandi æskuminningar sem eru oftar en ekki fullar af töfrum. Að setja upp skreytingarnar snemma framlengir þessari spennu.“

Auglýsing

Annar kostur við að setja upp skreytingarnar snemma er sá að það gæti hjálpað þér að eignast vini eða gert þig aðgengilegri í augum annars fólks. Journal of Environmental Psychology fann út að jólaskreytingar sýna nágrönnunum að þú ert aðgengileg/ur og fólk áætlar að þeir sem hafa skreytingar utandyra vinalegri og með allt sitt á hreinu. Þannig ef þú ert ný/r í götunni eða hefur ekki rætt við nágrannana sem voru að flytja inn eru jólaskreytingar góður ísbrjótur.

Amy Morin, sálfræðingur og höfundur 13 Things Mentally Strong People Don’t sagði við Unilad að nostalgía sem tengist jólunum geti vakið upp jákvæðni í lífi manns: „Nostalgía hjálpar fólki að tengjast fortíðinni og skilja betur hver maður er. Fyrir marga er að setja upp jólaskraut ákveðin leið til að endurvekja barnæskuna.“

ham jol4

 

Hún segir einnig að ef einhver hefur misst ástvin geti hátíðarnar hjálpað til við að minnast gleðistundanna í lífinu: „Að skreyta snemma getur látið mann hugsa til þessa einstaklings og tengjast honum betur.“

Svo: Í stað þess að skamma fólk fyrir að skreyta of snemma og berjast við löngunina sjálf/ur að gera slíkt hið sama – prófaðu þessa kenningu! Skreyttu strax í dag!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!