KVENNABLAÐIÐ

Fór til læknis því hún var „slöpp“ og var sagt hún væri komin 37 vikur á leið

Háskólastúdína hefur nú sagt sögu sína af því þegar hún fór til læknis eftir slappleika – en þá var henni tjáð að hún væri gengin 37 vikur. Laura Molloy (22) hafði enga kúlu, engin einkenni meðgöngu og hafði ekki misst af blæðingum. Hún var skiljanlega í „sjokki“ þegar henni var sagt að undirbúa sig undir fæðingu þremur vikum seinna.

Auglýsing

Laura er frá Dublin á Írlandi og var send strax í mæðraskoðun þegar í ljós kom hvers kyns var. Hún hafði þá þegar tekið tvö þungunarpróf sem sýndu bæði neikvæða niðurstöðu!

„Fyrsta hugsunin var: Ég er komin með krabbamein. Svo var mér sagt: „Þú ert sennilega með barni.““

Hún sagði að eina ástæða þess að niðurstaða þungunarprófsins væri neikvæð væri að hún væri komin meira en 28 vikur og væri því hormónaflæði í jafnvægi og sæist það því ekki á þungunarprófi: „Ég var með enga kúlu, enga morgunógleði og fann engar hreyfingar…ég taldi að þetta væri bara bull. Ég var í áfalli. Ég trúði ekki að þetta væri að koma fyrir mig.“

Auglýsing

Það var ekki fyrr en hún heyrði hjartslátt barnsins að hún áttaði sig á raunveruleikanum. Laura hafði verið að læra kvikmyndafræði í skólanum en tók sér pásu í kjölfarið.

Ástæða þess að ekkert sást á henni var sú að barnið óx bak við fylgjuna. Með því að mæla bumbuna var eins og hún væri komin 17 vikur á leið en þegar lærleggur barnsins var mældur var hann í samræmi við 37 vikna barn. Einnig, ástæða þess hún fann ekki hreyfingar var staðsetningu fylgjunnar og barnsins um að kenna.

Laura varð að segja foreldrum sínum og kærastanum Luke frá tíðindunum og tók það nokkurn tíma fyrir alla að síast inn. Þegar hjúkkan afhenti henni sónarmyndina fannst henni það ótrúlega óraunverulegt: „Ég man eftir að hafa hugsað hvernig þetta barn komst hér af sjálfsdáðum. Ég get ekki lýst tilfinningunni. Svo áttaði ég mig á – þetta er barn, ekki bara eitthvert barn, heldur mitt!“

Minna en mánuði eftir fregnirnar missti Laura vatnið og hún fékk samdrætti. Sagði hún: „Þremur vikum áður var ég að plana frí fyrir mig og Luke, en við erum ekki að fara að gera það, við erum að fara að eignast barn. Ég er að fara að hitta einstaklinginn sem hefur falist inni í mér undanfarna mánuði.“

Eftir að hafa verið með hríðar í 18 tíma fæddist heilbrigður drengur sem hún ákvað að nefna Finn. Þremur árum seinna er hún á leið í skóla á ný og segist ekki geta ímyndað sér lífið án hans!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!