KVENNABLAÐIÐ

Merk rannsókn – Vellíðunar- og ræktarhormónið Irisin er raunverulegt

Bandarískir vísindamenn hafa loks einangrað vellíðunarhormón líkamans sem losnar úr læðingi eftir líkamsþjálfun, en áður var talið að ræktar-brennslu-vellíðunar-hormónið Irisin, eins og það nefnist – væri uppspuni einn. Niðurstöðurnar binda endi á allan þann vafa, Irisin er raunverulegt og tengist vellíðunar- og slökunartilfinningu sem fylgir því að ljúka langri og góðri líkamsræktaræfingu.

Irisin virkjar fitufrumur og knýr þær áfram til aukinnar brennslu 

Rannsóknin sjálf var framkvæmd á vegum Dana-Farber Cancer stofnunarinnar en það var Bruce Spiegelman sem fór fyrir rannsókninni, sem gekk út á að einangra Irisin í blóðsýnum einstaklinga sem höfðu nýlokið við æfingu. Í ljós kom að þeir sömu og gáfu blóðsýni, leystu úr læðingi þjálfunar-vellíðunarhormónið, eins og það er kallað, út í líkamann, en hormónið virkjar fitufrumur til að knýja meiri brennsluorku.

Vellíðan í kjölfar brennsluæfinga stafar af Irisin sem losnar úr læðingi 

Niðurstöðurnar sjálfar má lesa í fagritinu Cell Metabolism en í sjálfri faggreininni segir einnig að þeir sem iðkuðu brennsluæfingar framleiddu Irisin í meira magni en aðrir. Rannsakendur segja því snemmtækar niðurstöður benda til að brennsluæfingar örvi Irisinframleiðslu líkamans, sem er í beinu samræmi við þá staðreynd að þegar stefnt er að þyngdartapi geti skorpulotur í ræktinni skilað ágætum árangri.

Irisin var lengi talið vera uppspuni en nú hefur allur vafi verið tekinn af

Reyndar var Irisin frumuppgötvað árið 2012, en tilvist ræktarhormónsins sem eykur vellíðan þeirra sem þjálfa reglulega hefur verið umdeild undanfarin ár. Nýju niðurstöðurnar eru þó óyggjandi, reglubundin líkamsrækt er ómetanleg fyrir heilsuna – hvaða kerfi sem fólk kýs að æfa eftir – og getur einnig unnið bug á þunglyndi, kvíða og almennri depurð.

„High Intesity“ æfingakerfi talin örva Irisin framleiðslu líkamans mest

Umdeilt mun hvaða æfingakerfi leysa hvað mest Irisin-magn úr læðingi, en þó bendir allt til að svonefnd high-intensity þjálfunarkerfi séu sér í lagi áhrifarík. Enn standa rannsóknir yfir á því hvernig skilja má til fullnustu, þau áhrif sem Irisin hefur á mannslíkamann, sérstaklega með hvaða hætti Irisin stuðlar að aukinni fitubrennslu en um tímamótaniðurstöður er engu að síður að ræða.  

Niðurstöður má lesa hér, en þær staðfesta það sem löngum hefur verið haldið fram, að reglubundin líkamsþjálfun er allra meina bót og getur ekki einungis stuðlað að líkamlegu atgervi heldur einnig að andlegu jafnvægi.

IFLS sagði frá

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!