KVENNABLAÐIÐ

„Fullnæging fyrir húðina“

Hjá meðferðastofunni Húðklíník í Grímsbæ í Efstalandi er húðin lykilástríða starfsfólks en það býr yfir áratugalangri reynslu á sviði snyrtimeðferða og húðfegrunar. Mikil gróska hefur verið í þróun tækni og framfara á sviðum húð- og snyrtivara og hjá Húðklíník er lagður mikill metnaður í að fylgja þeirri þróun eftir.

„Við höfum  það að okkar markmiði að veita þér persónulega, faglega og trausta þjónustu, í notalegu umhverfi.  Á stofunni bjóðum við upp á árangursríkar meðferðir og leggjum ríka áherslu á persónulega ráðgjöf sem snýr að húðumhirðu og vali á réttum húðvörum,“ segir Berglind Þyri Guðmundsdóttir rekstrarstjóri stofunnar.

„Við teljum mikilvægt að geta boðið viðskiptavinum okkar upp á vörur í fremsta gæðaflokki, sem sýnt hafa fram á skilvirkni sína og áhrif í þar til gerðum prófunum.  Með því að ganga úr skugga um að við vinnum ávallt með nýjustu fáanlegar vörur, tækni og vottuð húðtæki, sem eingöngu hægt er að nálgast undir leiðsögn fagaðila, getum við unnið saman að því að ná þeim markmiðum sem þú óskar eftir og húðin kallar á.“

Hlutu viðurkenningu fyrir rannsóknir

„Við hjá Húðklínik vinnum með amerísku húðvörunum Exuviance sem þróaðar eru af Dr Van Scott og Dr Yu.  Brautryðjendur á sviði húðlækninga.   Saman eru þeir með fjöldann allan af klínískum rannsóknum og einkaleyfum á bak við sig og eru meðal annars kallaðir feður AlphaHydroxy Acids sýrunnar (AHA) þar sem þeir uppgötvuðu eiginleika og mikilvægi hennar fyrir húðina.  Þeir hlutu alþjóðlega viðurkenningu fyrir þær rannsóknir,“ bætir Berglind við og telur upp vörurnar frá Exuviance, sem hún segir vera öflugar, áhrifaríkar húðvörur sem skila árangri.

Demantshúðslípun og JPX sýrur SEPTEMBER

„Húðslípun ásamt JPX sýrunum vinsælu, er eins og fullnæging fyrir húðina. Áhrifarík meðferð sem gefur húðinni boost fyrir hvaða tilefni sem er þegar maður vill vera sætari! Snilldar meðferð sem fjarlægir dauðar húðfrumur, vinnur á fínum línum, litabreytingum, acne og fílapenslum og gefur mikinn raka,“ segir Berglind.

„Þetta er fljótvirk meðferð sem gefur húðinni boost fyrir hvaða tilefni sem er þegar maður vill vera sætari! Meðferðin reynist vel á Acne húð, litablettum í örum og chloasma (hormónatengdir litablettir á húð) Húðin verður ekki ljósnæm eftir sýrurnar.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Húðklínik (@hudklinik)

Þú getur bókað hjá okkur fría ráðgjöf hvort sem er fyrir meðferðir eða val á húðvörum.

Vertu hjartanlega velkomin!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!