KVENNABLAÐIÐ

Hrollur og klám: Boðsmiðar í bíó

Nútíminn býður lesendum í bíó á sérstaka sýningu kvikmyndarinnar ‘X’ á einu stærsta bíótjaldi landsins. Myndin fer ekki í almennar sýningar og er því þetta einstakt tækifæri til að sjá eina umtöluðustu hrollvekju ársins.

Sýningin verður á miðvikudaginn 21. september kl. 20 í Laugarásbíói.


‘X’ er flugbeitt hrollvekja sem farið hefur sigurför um heiminn og hlotið mikið lof áhorfenda og gagnrýnenda. Myndin er óður til sígildra hryllingsmynda og segir frá hópi ungra kvikmyndagerðarmanna sem vinnur að gerð klámmyndar úti á landi í Texas árið 1979.

Framleiðslan mætir annars vegar óvæntum hindrunum þegar gestgjafi þeirra stendur þá að verki. Þá lendir hópurinn í mikilli hættu þar sem hver og einn þarf að berjast fyrir lífi sínu og fara fleiri óútreiknanlegar hættur að leynast við hvert horn.

https://www.youtube.com/watch?v=Awg3cWuHfoc&t=1s

Með helstu hlutverkin í X fara Mia Goth, Brittany Snow, Martin Henderson, Kid Cudi og Jenny Ortega. Leikstjóri og handritshöfundur er Ti West, sem nýverið frumsýndi einnig systurmyndina Pearl á kvikmyndahátíðinni í Toronto á dögunum.

Hægt er að kaupa miða á X sýninguna í gegnum miðasölu Laugarásbíós en við bendum einnig á boðsmiðaleik á Facebook-síðu Nútímans, en sömuleiðis Facebook-síðu hópsins Bíófíklar, sem að sýningunni stendur.

 

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!