KVENNABLAÐIÐ

Vonlaus staða – Ástfangin af manni sem sakaður er um ofbeldi

Gömul kærasta eins af mínum elstu og bestu vinum sakaði hann nýlega um ofbeldi í sinn garð. Þetta hefur haft slæm áhrif á sambandið milli hans og núverandi kærustu hans sem hefur tekið þá afstöðu að trúa alltaf þolendum ofbeldis. Hann hefur þó aldrei verið annað en ljúfur og góður við hana en við vinir þeirra beggja vitum að sannleikurinn flækist ekki alltaf fyrir hans fyrrverandi og erum í algjörri klemmu varðandi þetta mál.  

Siggi og Erna voru saman í fimm ár. Hún var líka góð vinkona okkar á þessum tíma og við fórum oft saman út að skemmta okkur, í matarboð og ferðalög. Við urðum aldrei vör við ofbeldishegðun, eiginlega þvert á móti, okkur fannst Siggi stundum of mikil undirlægja. Hann þagði þótt hún gerði verulega lítið úr honum, snerist í kringum hana í hvert sinn sem hún bað hann að færa sér mat, drykk, sólarvörn, bakpokann sinn eða hvað það var sem hana vantaði í það og það sinnið.

„Ég hef enga sönnun fyrir að Erna hafi logið um æsku sína en miðað við hvernig hún hafði tilhneigingu til að beygja aðeins sannleikann sér í hag fór ég smátt og smátt að tortryggja þær sögur líka.“

Erna átti til að drekka fullmikið og varð stundum „Ég hef enga sönnun fyrir að Erna hafi logið um æsku sína en miðað við hvernig hún hafði tilhneigingu til að beygja aðeins sannleikann sér í hag fór ég smátt og smátt að tortryggja þær sögur líka.“  víni. Þá lýsti hún því gjarnan fyrir „Ég hef enga sönnun fyrir að Erna hafi logið um æsku sína en miðað við hvernig hún hafði tilhneigingu til að beygja aðeins sannleikann sér í hag fór ég smátt og smátt að tortryggja þær sögur líka.“ hvað Siggi væri framtakslaus og latur, að hann gerði aldrei neitt á heimilinu, væri ömurlega órómantískur og lítið spennandi í rúminu. Siggi tók þessu ævinlega þegjandi en þegar Erna lét svona reyndi hann að fá hana með sér heim. Ef það gekk ekki fór hann sjálfur. Við vinirnir eiginlega vorkenndum honum og töluðum oft um að Erna gengi nú stundum of langt og ein úr hópnum, Anna, mjög góð vinkona Sigga talaði einhvern tíma við hana og lét hana vita að okkur þætti þetta mjög vandræðalegt, já, beinlínis óþægilegt þegar hún léti svona og hún lagaðist mikið upp frá því.

Sögurnar ýktar 

Hún var líka ein af þessum týpum sem sogar til sín athyglina. Það var alltaf eitthvað að. Hún sagði mér sögu af kynferðisofbeldi sem hún hafði verið beitt í æsku, annarri í hópnum sagði hún frá vanrækslu foreldra sinna á sér, systir hennar var óþokki og hafði alla tíð reynt að eyðileggja allt fyrir Ernu og svo varð hún fyrir hræðilegu einelti á vinnustað sínum. Henni var sagt upp þegar hún kvartaði og að hefði verið mikið áfall. Ég hins vegar þekkti yfirmann hennar, þann sem hún sakaði um einelti, og hann hafði aðra sögu að segja. Erna einfaldlega stóð sig ekki í starfi. Hún hringdi sig oft inn veika, kom of seint og sinnti ekki þeim verkefnum sem hún átti að sinna. Þess í stað vildi hún skipta sér af verkum annarra og kom með áætlun um breytingu á skipan vinnunnar sem var ekki vinsælt. Þegar samstarfskona hennar kvartaði við yfirmanninn og sagði að hún hefði þurft að taka á sig verkefni Ernu um langa hríð var ekki undan því vikist að segja henni upp.

„Hún sagði mér að hún hafi tekið þá afstöðu þegar MeToo-bylgjan fór af stað að trúa alltaf þolendum en nú sé hún í þeirri erfiðu stöðu að vera ástfangin af manni sem sakaður er um ofbeldi.“

Svar Ernu var að saka yfirmanninn um einelti og það varð til þess að óháð sálfræðifyrirtæki var beðið um að gera úttekt á vinnustaðnum. Niðurstaðan var sú að ekkert einelti væri í gangi og andinn á vinnustaðnum góður. Allt þetta vissi ég en samt fullyrti Erna við mig að yfirmaður hennar hafi gert til hennar óeðlilegar kröfur og hún aldrei fengið að njóta sannmælis, allar hennar tillögur blásnar út af borðinu og hún ekki fengið vinnufrið. Ég hallaðist óneitanlega að því að trúa þessum kunningja mínum, sérstaklega í ljósi þess að leitað var til sérfræðinga og þeir beðnir að rannsaka vinnustaðinn.

Frásagnir Ernu af kynferðisofbeldi í æsku og vanrækslu voru líka skelfilegar. Við hvöttum hana til að leita til Stígamóta eða Bjarkahlíðar en hún sagðist hafa farið til Stígamóta en ekki fengið þá hjálp sem hún þarfnaðist. Hún væri að vinna úr þessu með hjálp síns sálfræðings. Við gátum svo sem ekki rengt hana en mér fannst eitthvað ekki ganga upp þarna. Ég hef enga sönnun fyrir að Erna hafi logið um æsku sína en miðað við hvernig hún hafði tilhneigingu til að beygja aðeins sannleikann sér í hag fór ég smátt og smátt að tortryggja þær sögur líka. Það var nefnilega alltaf þannig að Erna bar ekki ábyrgð á neinu. Eitt sinn vorum við í matarboði  og rauðvínsglas valt um koll og stór blettur kom í nýjan sófa með ljósu áklæði. Erna þverneitaði að hún hefði rekið sig í glasið þótt tveir gestir hafi séð það greinilega. Hún neitaði að borga hreinsun á blettinum og eigandi gafst á endanum upp og lét kyrrt liggja. Fleiri atvik af svipuðum toga komu upp. Þegar hún heyrir sögur um aðra hefur hún alltaf lent í svipuðu og jafnvel enn verra.

Sleit sambandinu og flutti út 

En svo kom að því að Siggi fékk nóg. Hann sleit sambandi þeirra og flutti út samdægurs. Erna var ekki sátt. Hún var þess fullviss að hann væri búinn að finna sér aðra konu. Hún hringdi oft í okkur, gamla vinahópinn hans, til að vita hvort við vissum til þess að hann væri með annarri. Enginn hafði heyrt eða séð neitt slíkt til hans. Svona gekk þetta í nokkrar vikur en þá gafst hún upp. Fann líklega að grunsemdir hennar voru ekki á rökum reistar.

Siggi og Erna höfðu keypt íbúð og hún var seld. Bæði komu sér fyrir á nýjum stöðum og í minna húsnæði. Þegar Siggi fór að hitta Höllu fór það rosalega í taugarnar á Ernu samt voru liðnir nokkrir mánuðir frá því hann fór frá henni. Hún hafði mikið samband við mig á þessum tíma og bað mig að finna út hvort Siggi hafi þekkt Höllu áður en þau skildu og hvernig samband þeirra væri til komið. Ég neitaði að blanda mér í mál þeirra.

Fljótlega fréttist svo innan hópsins okkar að Erna hafi leitað til Bjarkahlíðar vegna þess ofbeldis sem Siggi hafi beitt hana meðan þau voru saman. Hún uppástóð að hann hafi eitt sinn slegið hana en mest hafi þetta verið andlegt ofbeldi. Hann hafi kallað hana druslu og hóru og fleiri ónefnum, gert lítið úr henni og hún hafi aldrei verið nógu góð að hans mati. Þegar Halla heyrði sögurnar var það henni mikið áfall. Siggi hafði aldrei gert henni neitt en hún er mikill femínisti og fannst mjög óþægilegt að heyra svona sögur um kærasta sinn. Hún sagði mér að hún hafi tekið þá afstöðu þegar MeToo-bylgjan fór af stað að trúa alltaf þolendum en nú sé hún í þeirri erfiðu stöðu að vera ástfangin af manni sem sakaður er um ofbeldi.

Vinahópurinn í klemmu 

Hið sama má segja um vinahópinn okkar. Eitt það erfiðasta við þetta er að við erum flest, jafnvel öll, þannig að við kjósum að trúa fólki sem segir frá ofbeldi en það er bara svo erfitt þegar Erna á í hlut. Það er eins og hún vilji vera með í MeToo-bylgjunni og fá þá samúð og styrk og stuðning sem fórnarlömbin fá og ættu alltaf að fá. Sögur hennar eru hins vegar ekki alltaf eins og breytast óþægilega mikið því oftar sem hún segir þær. Og þá á ég við sögur hennar af kynferðisofbeldi og vanrækslu í æsku. Hún hefur sagt frá atvikum og stundum gerast þau þegar hún er mjög ung og stundum er hún eldri. Sögurnar verða líka ríkari af smáatriðum og atvikin alvarlegri eftir því við hvern hún er að tala. Ég efast ekki um að einhver sannleikur er í þeim, einhver kjarni en ég veit ekki hversu stór hann er.

Þetta hefur sett okkur í svo mikla klemmu, við viljum ekki vera gerendameðvirk og það vill kærasta Sigga vinar okkar ekki heldur vera. Þótt hann hafi aldrei beitt hana ofbeldi, hvorki andlegu né líkamlegu, og henni finnist ekki líklegt að hann hafi nokkurn tímann beitt nokkurn ofbeldi er þetta svo erfitt, segir hún. Við vitum öll að reynt hefur verið að gera lítið úr mörgum ofbeldissögum – og þolendur hvað eftir annað verið sakaðir um að ljúga eða ýkja, svo það er svo erfitt að trúa konunni ekki.

Ég sagði Höllu að ég myndi aldrei trúa því upp á Sigga að hann hefði beitt nokkurn ofbeldi, við værum svo nánir vinir að ef hann hefði tilhneigingu til þess hefði ég séð það. Þegar Erna missti fóstur, þá komin tæpa tvo mánuði á leið, vildi hann vera sterkur fyrir hana og grét því ekki í hennar návist, sagði hann, en gat ekki stillt sig í návist minni. Við höfum alltaf sagt hvort öðru allt og ég veit að honum líður illa yfir þessum sögum Ernu sem eru algjör tilbúningur, segir hann, en hann vilji samt ekki tala við hana um þetta svo ekki sé hægt að saka hann um í ofanálag, að reyna að þagga niður í henni. Það hefur verið erfitt að ganga í gegnum þetta og öll höfum við séð í athugasemdakerfum á netinu færslur þar sem fólk trúir engu upp á „Nonna“ sem var með því í grunnskóla en við vitum að Nonni er ekki allur þar sem hann er séður. Við teljum okkur ekki vera þar, að trúa engu upp á Sigga af því að hann er vinur okkar – en við höfum heilmörg dæmi um að Erna fari ótrúlega frjálslega með sannleikann.

Lífsreynslusaga úr Vikunni. Í hverri viku birtast spennandi lífsreynslusögur. Tryggðu þér eintak í næstu verslun eða í áskrift. Greinina að ofan má sjá í heild sinni á vef Birtings.

Fylgstu með Lífsreynslusögur Vikunnar á Facebook. Lífsreynslusögur er hlaðvarp þar sem blaðakonan Guðrún Óla Jónsdóttir les áhugaverðar lífsreynslusögur úr Vikunni. Í hverjum þætti eru fimm sögur lesnar. Þættirnir koma inn á Spotify og Storytel.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!