KVENNABLAÐIÐ

Margir minnast Newton-John: „Hvílíkur hæfileiki og gullfalleg sál“

Olivia Newton-John lést í gær, 73 ára að aldri, en hún var heimsþekkt leik- og söngkona, ekki hvað síst fyrir hlutverk sitt í bíómyndinni Grease sem kom út árið 1978. Hún hafði áður slegið í gegn sem söngkona en lög á borð við You‘re the One that I Want, Summer Nights og Hopelessly Devoted to You úr Grease lifa hvað lengst í minnum fólks.

John Easterling, eiginmaður hennar, segir hana hafi látist friðsamlega í morgun umkringd vinum og fjölskyldu. Hún hafði barist við brjóstakrabbamein síðustu þrjátíu ár. Newton-John eignaðist eina dóttur, Chloe Lattanzi, með fyrrverandi eiginmanni sínum, leikaranum Matt Lattanzi.

Þegar fregnirnar bárust logaði allt á samfélagsmiðlum og hefur hver á eftir öðrum lofsungið skemmtikraftinn ógleymanlega. Hér má sjá fáein brot af ummælum netverja.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by John Travolta (@johntravolta)

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!