KVENNABLAÐIÐ

Þetta skaltu varast sem veislugestur í brúðkaupi

Texti: Guðrún Óla Jónsdóttir

Að fara í brúðkaup getur verið góð skemmtun. Eða ekki. Brúðkaupsveislan sem fór úr böndunum þegar fulli frændinn steig á svið og úthúðaði brúðgumanum hefði til dæmis mátt enda betur en með slagsmálum. Vinkonan sem stal senunni í brúðkaupi vinkonu minnar er gott dæmi um það að við þurfum aðeins að velta því fyrir okkur hverju við klæðumst í brúðkaupi. Hér er farið yfir það sem þarf að pæla í og jafnvel varast þegar farið er í brúðkaup.

Þetta er brot úr lengri grein úr brúðkaupsblaði Vikunnar. 

Finna má greinina í heild sinni á áskriftarvef Birtíngs.
Sjö daga fríáskrift er í boði fyrir nýja áskrifendur.

 


Mættu á skikkanlegum tíma

Það er algjörlega glatað að mæta of seint en það getur líka verið dónalegt að mæta of snemma. Það er ágætt að miða við að maður sé mættur u.þ.b. 30 mínútum áður en athöfnin hefst. Maður þarf líka að gera ráð fyrir því að það geti verið umferð, barnapían mæti seint eða þurfi að redda einhverju klúðri eins og t.d. þegar maður missir tannkrem niður á kjólinn eða klínir meiki í blússuna í undirbúningnum.

 

Láttu vera að biðja brúðhjónin um leiðarlýsingu eða annað

Það er í nógu að snúast hjá brúðhjónunum þannig að ef þú veist ekki hvar kirkjan er eða manst ekki í hvaða sal veislan verður haldin ættirðu að spyrja einhvern annan en brúðhjónin. Ef þú sendir óvart skilaboð og fattar svo að þú hefðir betur sleppt því geturðu bara sent önnur skilaboð og sagt: „Úbbs, sorrí! Var of fljót á mér. Spyr annan. Njótið dagsins, hlakka til að sjá ykkur!“

 

Ekki vera í hvítu

Sú synd sem einna alvarlegast er að drýgja sem gestur í brúðkaupi (fyrir utan að sofa hjá brúðinni eða brúðgumanum) er að klæðast hvítu. Oftast nær verður hvítur brúðarkjóll fyrir valinu hjá brúðinni og hún á að fá að eiga það í friði þann daginn. Hversu vandræðalegt væri líka að fólk ruglaðist á þér og brúðinni, eins og ein vinkona mín lenti í um árið. Fleiri en einn og fleiri en tveir óskuðu henni til hamingju með daginn. Hún ákvað að bruna heim og fara í annan kjól. Sönn saga!

 

Forðastu að vera svartklædd/ur

Þú ert ekki á leið í jarðarför, heldur brúðkaup. Það er um að gera að reyna að finna sér annan lit en svartan, ef þú vilt gjarnan vera í einhverju dökku er til dæmis hægt að klæðast dökkbláu eða dökkgráu en það er gaman að vera í glaðlegum lit þar sem tilefnið er gleðilegt. Sérstaklega að sumri til.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!