KVENNABLAÐIÐ

„Nú er tímabil lækningar og heilunar“

Leikkonan Jada Pinkett Smith tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega eftir atvikið fræga á Óskarnum, en eins og fór eflaust ekki fram hjá mörgum var það þegar eiginmaður hennar Will Smith, sló grínistann Chris Rock utan undir í beinni útsendingu. Þá hafði Chris Rock gert grín að því að Jada væri sköllótt, sem er vegna sjálfsónæmissjúkdóms sem hún glímir við.

Jada var fámál en beinskeytt og sagði í færslu á Instagram-síð sinni að nú tæki við tímabil lækninga og heilunar í hennar lífi.

Smith hef­ur beðist af­sök­un­ar á hegðun sinni og sagði í tilkynningu að of­beldi í öll­um sín­um mynd­um er eitrað og eyðileggj­andi.

„Hegðun mín á Óskar­sverðlaun­un­um í gær­kvöldi var óá­sætt­an­leg og óafsak­an­leg. Brand­ar­ar á minn kostnað eru hluti af starf­inu, en brand­ari um lækn­is­fræðilegt ástand Jödu var of mikið fyr­ir mig og ég brást til­finn­inga­lega við,“ skrifaði Smith á Face­book og In­sta­gram.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!