KVENNABLAÐIÐ

Eru hrotur nokkuð að eyðileggja nætursvefninn þinn?

Það er yfirleitt lítil skemmtun að hlusta á fólk hrjóta og hrotur geta spillt nætursvefni margra, bæði þeirra sem hrjóta og þeirra sem eru í námunda við þá. Stundum getur þetta snúist upp í það að fólk, sem sefur í sama herbergi og/eða rúmi, truflar hvort annað mikið vegna þess að annar aðilinn hrýtur.

Hroturnar trufla annan aðilann sem ýtir stöðugt í hinn aðilann til að fá hann til að hætta að hrjóta og þannig getur ákveðinn vítahringur myndast.

Það eru til mörg ráð um hvernig er hægt að minnka hroturnar eða jafnvel losna alveg við þær. Hér nefnum við nokkur þeirra til sögunnar en fjallað var um málið á vef Sleepeducation.


 

1. Ekki sofa á bakinu því þessi svefnstelling þrengir að öndunarveginum og eykur þar með hroturnar.

2. Nefplástur eða hrotuúði geta dregið úr hrotum hjá sumum eða jafnvel losað þá alveg við hroturnar.

3. Forðist að drekka áfengi og að nota vöðvaslakandi efni síðustu klukkustundirnar fyrir svefn því þessi efni geta aukið hroturnar því þau láta slakna á háls- og tunguvöðvum.

4. Það að léttast getur dregið úr eða gert út af við hrotur því meira loft kemst niður öndunarveginn í hálsinum. Það getur jafnvel dugað að léttast bara um nokkur kíló.

5. Ef yfir- og undirbit eiga sinn þátt í hrotunum er hægt að leysa það með plastgómi en tannlæknar geta hugsanlega ráðlagt með það.

6. Það er mögulegt að fara í skurðaðgerð til að stöðva hroturnar en það ætti að vera síðasta úrræðið því ýmsar aukaverkanir geta fylgt slíkri aðgerð.

 


Ef ekkert af ofantöldu kemur að gagni getur það þó linað þjáningar annarra, sem búa með þeim sem hrýtur, að sá sem hrýtur fari seinna að sofa en hinir. Einnig geta eyrnatappar gagnast ef um lágar hrotur er að ræða.

Hrotur eru algengt vandamál og rúmlega þriðji hver hrýtur. Allir geta hrotið, börn, konur og karlar. Eftir því sem aldurinn og kílóin færast yfir karla aukast líkurnar á að þeir hrjóti.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!