KVENNABLAÐIÐ

Bára varð orðlaus í Krónunni: „Þetta kalla ég okur!“

Báru nokkurri brá heldur betur í brún þegar hún skellti sér í Krónuna á dögunum. Þar langaði hana til að kaupa snúða fyrir dóttur sína en hætti snarlega við þegar hún sá verðið á þeim.
Í Krónunni bauðst henni að kaupa einn stór snúð á 359 krónur eða tvo litla á heilar 619 krónur. Bára segir frá upplifun sinni í fjölmennu samfélagi matgæðinga á Facebook, Matartips!.
„Þar sem að þessi síða er meira minna kvartþá ætla ég að láta þetta flakka. Stökk inn í Krónu áðan að kaupa snúð fyrir stelpuna mína og var að pæla í þessu sem eru tveir í pakka en snarhætti við þegar að ég sá verðið. Bæði einn stór og tveir litlir hafa sömu nettó þyngd. Hver ætli skýringin sé? Erfiðisvinnan við að skipta deiginu í tvennt og smyrja glassúr á tvo snúða?,“ spyr Bára.
Fjölmargir matgæðingar blanda sér í umræðuna á hópnum og flestir þeirra gagnrýna verðlag Krónunnar í þessu tilviki. Það gerir Berglind svo sannarlega. „Okur!“ Og það gerir Ágúst líka. „Þetta kalla ég okur!“ segir Ágúst.
Þorgeir hætti líka við á dögunum. „Já sá þetta einmitt um daginn og hætti við. Þetta meikadi engan sens en annars er best ad hoppa i Ikea og kaupa mjúka snúða a 195 krónur,“ segir Þorgeir.
James furðar sig á þessu öllu saman. „Kræst. Já það hlýtur að vera gríðarlega erfitt að baka 2 snúða,“ segir hann. En Þorbjörn virðist hafa átta sig á ástæðunni fyrir þessum verðmun. „Þessir dýrari eru krúttsnúðar, ertu ekki til í að borga aðeins meira fyrir svona krútt?“ spyr Þorbjörn.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!