KVENNABLAÐIÐ

„Maður verður að sýna sjálfum sér og öðrum umburðarlyndi“

„Maður getur aðeins stjórnað sjálfum sér, ekki öðrum. Maður horfir oft á aðra eins og þeir viti hvað þeir eru að gera og hvað þeir vilji frá manni. Það veit enginn hvað hann er að gera, við erum bara öll að reyna að lifa af. Maður verður að sýna sjálfum sér og öðrum umburðarlyndi,” segir Þuríður Blær Jóhannsdóttir leikkona sem er í forsíðuviðtali nýjasta tölublaðs Vikunnar.

Mynd: Ragnhildur Aðalsteinsdóttir.

Í viðtalinu ræðir Blær meðal annars um ævistarfið sem hún hefur valið sér, ástina í lífi sínu, móðurhlutverkið og vinkonur sínar og samstarfskonur í Reykjavíkurdætrum. Blær segir einnig frá æsku sinni og samskiptum við föður sinn sem var útigangsmaður, en þau náðu að tengjast og rækta sambandið að nýju stuttu fyrir andlát hans.

„Þegar þú átt pabba sem er útigangsmaður hugsar þú, þetta er pabbi minn, en þetta er maður sem þú berð engar tilfinningar til og ert löngu búin að missa trúna á að það verði eitthvað samband á milli ykkar.“

Hægt er að lesa viðtalið við Blæ og nýjasta tölublað Vikunnar á áskriftarvef Birtíngs. Sjö daga fríáskrift er í boði fyrir nýja áskrifendur.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!