KVENNABLAÐIÐ

Ásdís Rán opnar sig: „Karl­menn eru hræddir við mig, konum stendur ógn af mér“

Fegurðar­drottningin Ás­dís Rán segir að karlmenn séu hræddir við sig. Í opinskáu viðtali opnar hún sig um hvernig draumaprinsinn hennar á að vera:

„Ein­hvern góðan og skemmti­legan sem hefur gaman af því að dekra við svona drottningu eins og mig,“ segir Ás­dís.

„Ég var alltaf með upp­skrift að drauma­prinsinum í gamla daga en það virkaði aldrei. Ég hef því lært að vera opin fyrir alls konar. Annars er ég ekkert að stressa mig yfir því að vera á lausu og finnst það bara fínt. Ég veit að hann kemur til mín á réttum tíma.“

Ás­dís segir karl­menn einfaldlega vera hrædda við sig. „Karl­menn eru hræddir við mig, konum stendur ógn af mér og það er erfitt fyrir mig að slaka á og vera ég sjálf í kringum fólk, aðal­lega vegna þess hve annað fólk er ó­öruggt í kringum mig.“

Fegurðardísin ræðir lífið og tilveruna við Frétta­blaðið í dag.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!