KVENNABLAÐIÐ

2. vinningur til Íslands og Noregs

Það var miðaeigandi í Litháen sem hafði heppnina með sér en hann var einn með 1. vinning og fær því vinning upp á rúmlega 826 milljónir.  Tveir skiptu með sér einföldum 2. vinningi og hlýtur hvor þeirra rétt tæpar 10 milljónir, annar miðinn var keyptur í Noregi en hinn á Íslandi, nánar tiltekið í Mini Market í Reykjanesbæ.

Einn var með allar réttar tölur og í réttri röð í Jóker og fær hann 2 milljónir í vinning, miðinn var keyptur í Hagkaup, Skeifunni í Reykjavík.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!