KVENNABLAÐIÐ

Fimm unnu milljón í Happdrætti Háskólans

Fimm miðaeigendur unnu eina milljón króna hver og ellefu unnu hálfa milljón króna hver í janúarútdrætti Happdrættis Háskóla Íslands en dregið var í kvöld.

Það er óhætt að segja að nýtt happdrættisár byrji af krafti hjá Happdrætti Háskólans því alls fengu 4.640 miðaeigendur vinninga eftir útdrátt kvöldsins og skipta þeir með sér rúmum 143 milljónum í skattfrjálsa vinninga.

Happdrætti Háskólans óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína og óskar þeim sem og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og þakkar stuðninginn.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!