KVENNABLAÐIÐ

Morgunbitar sem þú getur gripið með á leið í vinnuna!

Auglýsing
Þessir morgunbitar eru snilld! Ofureinfalt að búa þá til og svo eru þeir ótrúlega hollir og góðir. Nú er engin afsökun fyrir því að borða engan morgunmat því þessir bitar bókstaflega bíða eftir því að þú búir þá til, geymir í kæli og grípir þá með þér á leið í vinnuna!
 5-Ingredient-Granola-Bars-MinimalistBaker.com_
Hér er uppskrift að 10 bitum…Morgunmatur í 10 daga! … og svo má alltaf búa til morgunmat í krukku og grípa eina slíka með í leiðinni. Borðum morgunmat því það er víst svo gott fyrir mann!
 
5-Ingredient-Granola-Bars

Inniheldur:

1 bolli döðlur

1/4 bolli hunang eða hlynsýróp eða Agave sýróp

1/4 bolli mjúkt hnetusmjör eða möndlusmjör

1  bolli  ósaltaðar möndlur, saxaðar smátt ef vill.

1 1/2 bolli hafrar

Viðbótar-bragðaukar ef vill: súkkulaðibitar, þurrkaðir ávextir, hnetur, bananaflögur þurkaðar, vanilla, kanill, o.s.frv.

  • 5-Ingredient-Granola-Bars1

Aðferð:

  1. Setjið döðlurnar í matvinnsluvélina og púslið í eina mínútu. Döðlurnar eiga að verða eins og deig. Ef þær eru þurrar áður en hafst er handa er gott að láta þær liggja í bleyti stutta stund áður en þið setjið þær í matvinnsluvélina.
  2. Þetta er óþarfi en sumum finnst betra að rista hafrana þar til þeir eru ljósbrúnir. Það má vel nota hafrana hráa.
  3. Setjið hafra, döðlur og möndlur í skál og geymið.
  4. Hitið hunangið/sýrópið og hnetu/möndlusmjörið í litlum skaftpotti á lágum hita. Blandið vel saman og bræðið þar til allt hefur samlagast og hellið yfir hafrana/möndlurnar/döðlurnar og hrærið allt vel saman.
  5. Hellið nú öllu saman í bökunnardisk sem er lagður bökunarpappír  og breiðið jafnt úr öllu saman. Pressið niður með fingrunum en gott er að leggja plastfilmu yfir áður en þið þrýstið deiginu niður jafnt um formið.
  6. Setjið í kæli eða frysti á meðan allt saman harðnar um það bil 15-20 mínútur.
  7. Takið deigið allt úr forminu og skerið í 10 morgunbita. Gott er að geyma þá í frysti eða kæli þar til að þú stenst ekki mátið og grípur einn með þér í vinnuna.

Healthy-Easy-Granola-Bars-JUST-FIVE-INGREDIENTS

 Höfundur og ljósmyndir: Minimalist Baker

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!