KVENNABLAÐIÐ

Svona er fólk sem er fætt í mars

Fólk fætt í mars er sagt búa yfir einstökum eiginleikum sem aðskilur það frá öðru fólki. Þetta fólk hefur einstaka hæfileika, það er úræðagott og eru einstakir makar. Það er tilbúið að leggja mikið á sig til að ná árangri og er ekki hrætt við að taka áhættur. Lestu áfram til að kynnast fólkinu sem er fætt í mars betur.

1. Innsæi
Fólk fætt í mars er með frábært innsæi og það er nánast vonlaust að blekkja það. Ef þú ert fædd/ur í mars skaltu nýta þetta innsæi þitt.

2. Örlæti
Fólk fætt í mars er mjög örlátt og sýnir auðveldlega samkennd. Oftast er þetta fólkið sem býður sig fram í sjálfboðavinnu og það elskar að hjálpa þeim sem minna mega sín.

3. Trygglyndi
Fólk fætt í mars heldur yfirleitt aldrei framhjá. Það stendur með maka sínum í gegnum þykkt og þunnt. Það reynir að forðast fólk sem lítur léttvægt á framhjáhald.

4. Kyrrð
Fólk fætt í mars kýs að flýja frá ys og þys daglegs lífs og finnur sér kyrrlátan stað þar sem það kýs að vera í ró og næði. Það verður þreytt í kringum fólk sem er með mikil læti. Auðvitað eru ekki allir sem fæðast í mars hljóðlátir og feimnir en meirihlutinn er það.

Adam-Levine-02


5. Heimsspekingar

Fólk fætt í mars eru mjög góðir heimsspekingar. Geta eytt miklum tíma í að hugsa um áskoranir, erfiðleika, hamingju og lífið sjálft ásamt fullt af öðru. Þetta hjálpar þeim að finna hamingju í lífinu og að lifa lífinu til fulls. Eina hættan er að þau eiga það til að ofhugsa allt.

6. Hæfileikarík
Allir búa yfir einhverjum hæfileikum en fólk fætt í mars er mjög hæfileikaríkt og það býr yfir listrænum hæfileikum. Það elskar tónlist og myndlist. Það kemur ekki á óvart að margir af frægum listamönnum eiga afmæli í mars.

7. Gleði
Fólk fætt í mars er glaðlegt og það er síbrosandi. Það gefst aldrei upp og brosir í gegnum tárin. Smitar út frá sér hreinni gleði. Þetta mættu fleiri tileinka sér.

8. Aðlögunarhæfni
Fólk fætt í mars getur aðlagast hverju sem er. Láttu þetta fólk fá það sem þarf til að komast af og það spjarar sig.

Ef þú ert svo heppin(n) að vera fædd(ur) í mars þá skaltu taka utan um þig og fagna lífinu. Þú ert sérstök manneskja sem ert sífellt að vinna í sjálfri þér og þroskast.
Þekkir þú einhvern sem er fæddur í mars? Deildu þessu með henni/honum.

Frægt fólk fætt í mars: Justin Bieber, Adam Levine, Reese Witherspoon, Sarah Jessica Parker, Daniel Craig, Chris Martin, Eva Mendes, Eva Longoria, Bon Jovi og fleiri og fleiri.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!