KVENNABLAÐIÐ

Hversu oft í viku stundar gift fólk kynlíf?

Þegar maður var krakki og unglingur þá hvarflaði ekki að manni að foreldrar manns stunduðu kynlíf. Gift fólk stundar ekki kynlíf nema tilgangurinn sé að búa til barn eða það hélt maður! Margir vilja samt meina að um leið og búið er að gifta sig þá fækki skiptunum verulega.

Það er fullt starf að vera í hjónabandi, sjá um börnin, vinna, reka heimili og fjölskyldu, sinna vinum og fjölskyldu og mæta á samkomur á vegum vinnunnar. Hvenær á fólk að hafa orku og tíma til að stunda kynlíf?

Margir hugsa með sjálfum sér hvort að það lifi eðlilegu samlífi með maka sínum. Hvort að það sé eðlilegt að gera það svo og svo mörgum sinnum í viku/mánuði/ári. Við kíktum á Reddit spjallþráð sem kannaði hversu oft gift fólk stundaði kynlíf og svörin gætu komið þér á óvart.

539fb5d0a9a33_-_cos-15couple-bed-143174179-m8styn-xln

Gift í 0-7 ár

„Ég er 33 ára og hún 29. Við höfum verið gift í 1 ára og saman í 3. Eigum 1 barn. Stundum kynlíf að meðaltali 1 sinni í viku.“

„Við erum búin að vera gift í næstum 3 ár og eigum 1 barn. Kynlífið verður betra með hverju árinu en við gerum það svona ca 1-2 í viku.“

„Ég er 29 ára og hann 26. Við höfum verið gift í rúmlega ár og eigum 2 ára stelpu. Við gerum það ca 2 í viku en ég væri til í að það væri 5-6 sinnum í viku.“

„Gift í 1 og 1/2 ár, vinnum rosa mikið en eigum engin börn. Við stundum kynlíf 1-2 aðra hvora viku.“

539fd142e3966_-_dark-in-bed-couple-lzadj9-xln

Gift í 7-15 ár

„Gift í 7 ár og eigum 1 barn. Við gerum það að meðaltali 1-3 í viku. Okkur finnst það báðum hæfilega oft og njótum þess þegar það gerist.“

„Gift í nærri 8 ár og að meðaltali gerum við það á 10 daga fresti.“

„Gift í 15 ár og stundum kynlíf að meðaltali 3 í viku.“

„Saman í 14 ár og gift í 11. Eigum 4 börn. Við gerum það að meðaltali 5 sinnum í viku nema þegar það er lokað vegna viðhalds.“

„Við erum 37 og 35 ára og buin að vera gift í nærri 15 ár. Við vinnum bæði mikið og konan er í námi líka. Saman eigum við 2 börn og það er engin regla á kynlífsiðkun. Stundum er það 2-3 í viku og stundum er ekkert kynlíf.“

„Við erum að detta í fertugt. Eigum 5 börn. Við erum með markmið að gera það 4 sinnum í viku og reynum að halda því.“

10805658_370337533126287_3092221969135316936_n
Gift lengur en 15 ár
„Gift í 17 ár og gerum það 2-3 á ári.“

„Við erum búin að vera saman í 30 ár og gift í 25. Eigum 2 börn og erum 45 ára. Stundum kynlíf 1-2 í viku.“

„Ég er 55 ára og búin að vera giftur í 32 ár. Við gerum það u.þ.b. 2 í viku.“

„Ég er 45 ára og hún 46. Búin að vera gift í 21 ár en nýlega farin í sundur. Hef ekki stundað kynlíf í 5 ár.“

„Gift í 20 ár og saman í 22 ár. Stundum gerum við það 3svar á dag og stundum á tveggja vikna fresti. Það fer bara eftir verkefnum dagsins.“

Byggt á grein af Huffingtonpost

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!