KVENNABLAÐIÐ

H O L L U S T A: Heimagerð hafrajógúrt með ferskum ávöxtum og Chia fræjum

Gefst lítill tími fyrir staðgóðan morgunverð og ertu yfirleitt á hlaupum þegar þú vaknar? Það getur reynst vel að útbúa morgunverðinn áður en farið er í rúmið; heimalöguð hafrajógúrt með söxuðum hnetum og ferskum ávöxtum er þannig frábær byrjun á degi og ekki spillir fyrir hversu heilsusamlegur morgunverðurinn er!

easyyogurtyovernightoatssplit

Hér fer grunnuppskrift að dásamlegri jógúrtblöndu sem getur innihaldið jarðarber, bláber, banana og jafnvel appelsínubita – í raun ræður þú alveg hvað þú setur í blönduna! Galdurinn er hins vegar að hafrajógúrtið þarf að hræra út að kvöldi til og geyma í krukku með loki, ágætu plastíláti sem hægt er að loka eða lítilli skál sem hulin er með plastfilmu.

Innihaldið er það sem skiptir mestu máli, en galdurinn við hafrajógúrtið er að sjálfir hafrarnir þurfa að draga í sig rakann í nokkrar klukkustundir og þess vegna er einmitt tilvalið að setja jógúrtina inn í ísskáp að kvöldi dags.

easyyogurtyovernightoats-3

Grunnuppskrift:

1 / 2 bolli haframjöl (ósoðið)

100 grömm jógúrt (allar bragðtegundir ganga)

3 msk mjólk

 

Tillaga að meðlæti:

Ferskir ávextir

Chia fræ

Saxaðar hnetur og möndlur

Kanell

Hrærið saman ósoðnu haframjöli, jógúrt og mjólk (og Chia fræjum, ef óskað er) í litla skál, plastbox með loki eða jafnvel krukku. Hyljið og látið standa í ísskáp í að minnsta kosti 6 klst áður en tekið er út, þannig fá hafrarnir tíma til að bólgna út og draga í sig vökvann.

Þegar blandan er tekin út úr ísskápnum, er gott að bæta niðursneiddum ávöxtum ofan á, sáldra söxuðum hnetum og möndlum og jafnvel kanel eða öðru kryddi að eigin vali. Ef hafrarnir eru enn of þéttir í sér að þínu mati, getur verið sniðugt að bæta auka matskeið af mjólk út í blönduna.

shebakeshere

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!